Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 41/2012

Nr. 41/2012 12. júní 2012
LÖG
um breyting á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 64/2006, með síðari breytingum (raunverulegur eigandi, viðurkennd persónuskilríki o.fl.).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
     Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
    a.    D-liður 1. mgr. orðast svo: Útibú erlendra fyrirtækja sem staðsett eru á Íslandi og falla undir a–c-lið og m-lið.
    b.    M-liður 1. mgr. orðast svo: Greiðslustofnanir og umboðsaðilar þeirra samkvæmt lögum um greiðsluþjónustu.
    c.    Í stað orðanna „a–e-lið 1. mgr.“ í 2. mgr. kemur: a–e- og m-lið 1. mgr.

2. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
    a.    1. málsl. 4. tölul. orðast svo: Raunverulegur eigandi: Einstaklingur, einn eða fleiri, sem í raun á starfsemina eða stýrir þeim viðskiptamanni, lögaðila eða einstaklingi, í hvers nafni viðskipti eða starfsemi eru stunduð eða framkvæmd.
    b.    Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Viðurkennd persónuskilríki: Gild persónuskilríki sem gefin eru út af stjórnvöldum eða eru viðurkennd af stjórnvöldum. Til gildra persónuskilríkja skulu teljast vegabréf, ökuskírteini, nafnskírteini gefin út af Þjóðskrá Íslands og rafræn skilríki sem innihalda fullgild rafræn vottorð sem varðveitt eru á öruggum undirskriftarbúnaði, sbr. III. og IV. kafla laga um rafrænar undirskriftir.

3. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. laganna:
    a.    A-liður 1. mgr. orðast svo: Einstaklingar: Með framvísun viðurkenndra persónuskilríkja.
    b.    2. mgr. orðast svo: 
               Tilkynningarskyldir aðilar skulu ávallt afla fullnægjandi upplýsinga um raunverulegan eiganda, sbr. 4. tölul. 3. gr. Þegar um lögaðila er að ræða skal leggja sjálfstætt mat á hvort upplýsingar um viðskiptamann og raunverulegan eiganda séu réttar og fullnægjandi. Í tilvikum þar sem ekki er ljóst af framlögðum gögnum hver endanlegur móttakandi fjár verður skal krefjast frekari upplýsinga um það atriði.

4. gr.
    Við 1. málsl. a-liðar 1. mgr. 15. gr. laganna bætist: og gerðar eru sambærilegar kröfur til og í lögum þessum.

5. gr.
    Á eftir orðunum „fjármálafyrirtækis sem hlotið hefur starfsleyfi á Íslandi“ í 1. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: greiðslustofnunar.

6. gr.
    Í stað orðanna „a–e-lið 1. mgr. 2. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 25. gr. laganna kemur: a–e- og m-lið 1. mgr. 2. gr.

7. gr.
    Við 29. gr. laganna bætist: og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2007/64/EB, um greiðsluþjónustu á innri markaðnum, um breytingu á tilskipunum 97/7/EB, 2002/65/EB, 2005/60/EB og 2006/48/EB og niðurfellingu tilskipunar 97/5/EB.

8. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 12. júní 2012.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Steingrímur J. Sigfússon.

A deild - Útgáfud.: 14. júní 2012