Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 197/2010

Nr. 197/2010 23. febrúar 2010
AUGLÝSING
um breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024, „græni trefillinn“ (textabreyting), Reykjavíkurborg, Mosfellsbær, Kópavogsbær, Garðabær og Hafnarfjarðarkaupstaður.

Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur ráðherra þann 23. febrúar 2010 staðfest breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 frá 20. desember 2002.
Breytingin tekur til kafla 3.2.10. „Græni trefillinn“ í greinargerð svæðisskipulagsins og felur í sér textabreytingu í síðustu málsgrein á bls. 59 og tveimur efstu málsgreinum á bls. 60 og er eftirfarandi:
„... Auk þess, sem að framan greinir, er heimilt að reisa byggingar og mannvirki sem tengjast skipulagðri útivistar- og frístundaiðju innan „græna trefilsins“, sbr. nánari ákvæði aðalskipulags viðkomandi sveitarfélags. Skilgreina skal slík svæði sem opin svæði til sérstakra nota, sbr. skipulagsreglugerð nr. 400/1998, með síðari breytingum í aðalskipulagi og tilgreina skal sérstaklega hvers konar nýting er fyrirhuguð á svæðinu. Það er skýrt skilyrði að ekki verði tekið land undir slíka starfsemi umfram það sem nauðsyn ber til og að ekki verði reistar byggingar og mannvirki sem spilla umhverfinu. Ennfremur er heimilt að losa tímabundið ómengaðan jarðveg innan græna trefilsins enda sé frekari grein gerð fyrir afmörkun og frágangi losunarstaða og tímamörkum losunar í aðal- og deiliskipulagi viðkomandi sveitarfélags. Leitast skal við að losa jarðveg á svæðum þar sem uppgræðslu er þörf og að losun valdi ekki spjöllum á svæðum með verndargildi. Landmótun og frágangur slíkra staða skal taka mið af markmiðum svæðisskipulagsins um græna trefilinn sem útivistar- og skógræktarsvæði. Að lokum skal vera leyfilegt að reisa byggingar og mannvirki sem tengjast skógrækt og öðrum ræktunarframkvæmdum ...“
Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum hefur málsmeðferð verið í samræmi við skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 og Skipulagsstofnun yfirfarið erindið og sent ráðherra til staðfestingar.
Breyting þessi öðlast þegar gildi.

Umhverfisráðuneytinu, 23. febrúar 2010.

Svandís Svavarsdóttir.

Logi Kjartansson.

B deild - Útgáfud.: 10. mars 2010