Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1018/2011

Nr. 1018/2011 17. október 2011
GJALDSKRÁ
um þóknun fyrir vinnu og nám og upphæð dagpeninga til fanga.

1. gr.

Fyrir störf afplánunarfanga í fangelsum skulu þeir hljóta eftirfarandi þóknun:

  1. Fyrir ræstingastörf, þrif í eldhúsi og sambærileg störf skal greiða 335 krónur á klukkustund.
  2. Fyrir skólasókn í fangaskóla, störf í þvottahúsi, almennt viðhald, heyvinnu, lóðarsnyrtingu, pökkun, umbrotsvinnu og sambærileg störf skal greiða 380 krónur á klukkustund.
  3. Fyrir brettasmíði, vinnu á járnsmíðaverkstæði, númeragerð, pappaöskju­framleiðslu, steypuframleiðslu, vinnu á trésmíðaverkstæði, vélaviðgerðir og sambærileg störf skal greiða 415 krónur á klukkustund.
  4. Fyrir flokkstjórn skal greiða 440 krónur á klukkustund.

2. gr.

Fyrirkomulag ákvæðisvinnu vegna beitningar- og línu- og netavinnu í Fangelsinu Kvíabryggju og Fangelsinu Litla-Hrauni skal vera með eftirfarandi hætti:

Beitning með síld

1.300 kr./500 krókar

Beitning með loðnu eða síli

1.425 kr./500 krókar

Skurður á síld

   155 kr./500 krókar

Línuuppstokkun

   840 kr./500 krókar

Áhnýting

1.670 kr./500 krókar

Þorskanet, pípur

   370 kr./stk.

Þorskanet, afskurður

   570 kr./stk.

Þorskanet, felling

   630 kr./stk.

Grásleppunet, pípur

   315 kr./stk.

Grásleppunet, afskurður og felling

   350 kr./stk.

Sé krókatala lægri en 500 skal greiða hlutfall af tilgreindum fjárhæðum.

3. gr.

Þegar gæsluvarðhaldsfangar vinna í fangelsum skal þeim greidd þóknun fyrir störf sín með sama hætti og að ofan greinir.

4. gr.

Fjárhæð dagpeninga fanga skal vera 630 krónur á dag. Dagpeningar skulu einungis greiddir virka daga frá mánudegi til föstudags.

5. gr.

Gjaldskrá þessi er sett af Fangelsismálastofnun ríkisins og byggist á heimild í 4. gr. reglugerðar um fullnustu refsinga nr. 961/2005. Gjaldskráin öðlast þegar gildi.

Frá sama tíma fellur úr gildi gjaldskrá um þóknun fyrir vinnu og nám og upphæð dagpeninga fanga frá 1. febrúar 2008.

Fangelsismálastofnun ríkisins, 17. október 2011.

Páll E. Winkel.

B deild - Útgáfud.: 31. október 2011