Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1111/2006

Nr. 1111/2006 20. desember 2006
AUGLÝSING
um gildistöku aðalnámskrár grunnskóla.

1. gr.

Með vísan til 29. og 30. gr. laga nr. 66/1995 um grunnskóla, með áorðnum breytingum, staðfestir menntamálaráðherra hér með að ný aðalnámskrá grunnskóla tekur gildi frá og með 1. ágúst 2007. Aðalnámskráin kemur til framkvæmda í skólum frá og með skólaárinu 2007-2008 eftir því sem við verður komið og skal að fullu vera komin til framkvæmda eigi síðar en að þremur árum liðnum frá gildistöku. Jafnframt fellur aðalnámskrá grunnskóla frá 24. febrúar 1999 úr gildi.

2. gr.

Aðalnámskrá grunnskóla er gefin út í þrettán hlutum og skiptist í almennan hluta aðalnámskrár og tólf greinahluta.

Í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla eru meðal annars tilgreindar kjarnagreinar, fjallað um uppeldishlutverk grunnskólans, meginstefnu í kennslu og kennsluskipan, meginmarkmið náms og kennslu og hlutfallslega skiptingu tíma milli námssviða og námsgreina. Almennur hluti aðalnámskrár grunnskóla er birtur sem fylgiskjal með auglýsingu þessari.

Í greinahlutum aðalnámskrár grunnskóla, sem eru tólf alls, er fjallað um markmið, inntak og skipulag náms á tilteknum námssviðum. Greinahlutarnir bera þessi heiti:

Erlend tungumál
Heimilisfræði
Hönnun og smíði
Íslenska
Íþróttir - líkams- og heilsurækt
Kristinfræði, siðfræði, trúarbragðafræði
Listgreinar
Lífsleikni
Náttúrufræði og umhverfismennt
Samfélagsgreinar
Stærðfræði
Upplýsinga- og tæknimennt.

Menntamálaráðuneytið gefur út greinahluta aðalnámskrár á tímabilinu janúar 2007 til ágúst 2007 og tilkynnir jafnóðum sveitarfélögum um útgáfu þeirra.

Menntamálaráðuneytinu, 20. desember 2006.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Guðmundur Árnason.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 29. desember 2006