Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 146/2011

Nr. 146/2011 21. október 2011
LÖG
um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum (varnarþing í riftunarmálum).

HANDHAFAR VALDS FORSETA ÍSLANDS
   samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar
forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar,
gjöra kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru:

1. gr.
    Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. 103. gr. laganna:
    a.   Í stað orðanna „24 mánuðir“ í 2. málsl. kemur: 30 mánuðir.
    b.   Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Mál sem slitastjórn höfðar á grundvelli þessa ákvæðis skulu þingfest fyrir þeim héraðsdómi þar sem fjármálafyrirtæki var tekið til slita skv. 3. og 4. mgr. 101. gr.

2. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Gjört í Reykjavík, 21. október 2011.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Ásta R. Jóhannesdóttir.
(L. S.)

Ingibjörg Benediktsdóttir.

Árni Páll Árnason.

A deild - Útgáfud.: 25. október 2011