Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 767/2009

Nr. 767/2009 31. ágúst 2009
GJALDSKRÁ
fyrir gatnagerðargjald á Flugvallarsvæði A, Keflavíkurflugvelli.

1. gr.

Almenn heimild.

Af öllum nýbyggingum svo og stækkunum eldri húsa, hvort sem er á eignarlóðum eða leigulóðum á flugvallarsvæði A skal greiða gatnagerðargjald til Keflavíkurflugvallar ohf. samkvæmt gjaldskrá þessari. Um gatnagerðargjald fer að öðru leyti eftir lögum um gatnagerðargjald nr. 153/2006 og reglugerð um gatnagerðargjald nr. 543/1996.

2. gr.

Ráðstöfun gatnagerðargjalds.

Gatnagerðargjaldi skal verja til gatnagerðar og til viðhalds gatna og annarra gatna­mann­virkja á flugvallarsvæði A.

3. gr.

Grunnur gatnagerðargjalds.

Af hverjum fermetra lóðar og húss greiðist eins og hér greinir:

Verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhúsnæði: 1.275 kr. pr. ferm. lóðar og 4.782 kr. pr. ferm. brúttógólfflatar húss.

Iðnaðar- og geymsluhúsnæði og annað atvinnuhúsnæði: 1.275 kr. pr. ferm. lóðar og 2.869 kr. pr. ferm brúttógólfflatar húss.

Bílastæðalóðir: 638 kr. pr. ferm.

Fjárhæð gatnagerðargjalds breytist 1. dag hvers mánaðar í samræmi við breytingu á byggingarkostnaði vísitöluhúss. Grunnvísitala gjaldskrárinnar er byggingarvístala í júlí 2009, 477,9 stig.

4. gr.

Greiðsluskilmálar.

Gatnagerðargjald af flatarmáli lóðar fellur í gjalddaga við úthlutun lóðar. Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga. Keflavíkurflugvelli ohf. er heimilt að afturkalla lóðarúthlutun ef lóðarhafi greiðir ekki gatnagerðargjald á tilskildum tíma, enda sé kveðið á um það í úthlutunar- eða byggingarskilmálum. Keflavíkurflugvöllur ohf. skal með 30 daga fyrirvara senda lóðarhafa með sannanlegum hætti viðvörun um hina fyrirhuguðu afturköllun áður en lóðarúthlutun er afturkölluð. Gatnagerðargjald af flatarmáli bygginga skal greitt við útgáfu byggingarleyfis. Gatnagerðargjald, ásamt áföllnum vöxtum og kostnaði, er tryggt með lögveðsrétti í viðkomandi fasteign með forgangsrétti fyrir hvers konar samningsveði og aðfararveði í tvö ár frá gjalddaga. Gatnagerðargjald er aðfararhæft án undangengins dóms eða stjórnvaldsúrskurðar.

5. gr.

Endurgreiðsla gatnagerðargjalds.

Um endurgreiðslu gatnagerðargjalds fer eftir 9. gr. reglugerðar nr. 543/1996. Gatna­gerðar­gjald endurgreiðist með verðbótum samkvæmt vísitölu byggingarkostnaðar frá þeim degi er það var greitt. Gatnagerðargjald sem greitt hefur verið í tengslum við veitingu byggingarleyfis skal verðbætt samkvæmt framansögðu til þess dags þegar byggingar­leyfið fellur úr gildi eða er fellt úr gildi. Í öðrum tilvikum skal reikna verðbætur til þess dags þegar gatnagerðargjaldið er endurgreitt.

6. gr.

Byggingar á áður úthlutuðum lóðum.

Ef byggt er nýtt hús eða byggt við eldra hús á lóð sem gjald hefur verið greitt af sam­kvæmt reglum um þátttöku lóðarhafa í kostnaði við gatnagerð, lagningu aðalholræsis og byggingar­eftirlit frá 13. nóvember 1985 skal reikna viðbótargatnagerðargjald af hverjum fer­metra nýbyggingar eða viðbyggingar samkvæmt 3. gr.

7. gr.

Undantekningar.

Af skriðkjöllurum og gluggalausum kjallararýmum sem aðeins er gengt í innan frá skal greiða 25% af venjulegu fermetragjaldi.

Af yfirbyggðum gangstígum eða göngugötum, sem eru þannig úr garði gerðar að þær upp­fylla ekki einar sér kröfur byggingarlaga, skal greiða 25% af fermetragjaldi verslunar-, skrifstofu- og þjónustuhúsnæðis.

Valdi skipulagsbreyting breyttri notkun lóðar endurreiknast sá þáttur gatnagerðargjalds sem miðast við lóðarfermetra miðað við tilheyrandi gjaldskrárlið.

8. gr.

Lagaheimild.

Gjaldskrá þessi er sett samkvæmt 11. gr. reglugerðar um gatnagerðargjald nr. 543/1996, sbr. lög um gatnagerðargjöld nr. 153/2006 og lög um stofnun opinbers hluta­félags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. nr. 76/2008 og öðlast þegar gildi.

Keflavíkurflugvelli, 31. ágúst 2009.

Björn Óli Hauksson forstjóri.

B deild - Útgáfud.: 15. september 2009