Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 890/2007

Nr. 890/2007 30. ágúst 2007
REGLUR
lagadeildar Háskóla Íslands um lögfræði sem aukagrein fyrir stúdenta í BA- og BS-námi við aðrar deildir Háskólans.

1. gr.

Almenn ákvæði.

Lagadeild Háskóla Íslands býður upp á nám í lögfræði sem aukagrein fyrir stúdenta í BA- og BS-námi við aðrar deildir Háskólans þar sem reglur þessara deilda standa því ekki í vegi.

Boðið er upp á lögfræði sem aukagrein á alþjóðasviði, fjármunaréttarsviði, refsiréttar­sviði, stjórnsýslusviði, umhverfis- og auðlindaréttarsviði og á almennu sviði.

Að jafnaði er boðið upp á kennslu í þeim námskeiðum, sem eru í kjarnanámi og kjör­námi, á tveimur háskólaárum. Námskeið sem byrja á nr. 03.01., 03.02. og 03.03. eru kennd á hverju ári en námskeið sem byrja á nr. 03.04. og 03.15. eru almennt kennd annað hvert háskólaár. Lagadeild áskilur sér þó rétt til að fella niður kennslu í tilteknum námskeiðum, sem kennd eru annað hvert háskólaár, sé þátttaka ekki næg eða af öðrum ástæðum.

Reglur lagadeildar um kennsluhætti og próffyrirkomulag, þ.m.t. um lágmarkseinkunnina 6,0 í öllum námskeiðum, gilda um þá stúdenta sem taka lögfræði sem aukagrein við aðrar háskóladeildir.

Lýsingar á námskeiðum við lagadeild eru birtar í kennsluskrá Háskóla Íslands.

Stúdent, sem hefur verið skráður í laganám og hefur staðist próf í einu eða fleiri námskeiðum á fyrsta ári BA-náms við deildina, getur fengið það nám metið í námi samkvæmt 2.-7. gr. reglna þessara.

2. gr.

Lögfræði sem 30 eininga aukagrein á alþjóðasviði.

Nám í lögfræði sem aukagrein á alþjóðasviði skiptist þannig, að 21 eining er kjarnanám (skyldunámskeið) og 9 einingar eru kjörnám (valnámskeið).

Eftirfarandi fimm námskeið teljast til kjarnanáms:

03.01.21-

3,0e

Inngangur að lögfræði

03.01.14-

7,5e

Stjórnskipunarréttur ásamt ágripi af þjóðarétti

03.01.24-

3,0e

Evrópuréttur

03.15.01-

3,0e

Basic Course in Public International Law

03.15.08-

3,0e

International Human Rights Law

 

1,5e

Verkefni

Eftirfarandi námskeið teljast til kjörnáms og ber nemanda að velja fimm þeirra:

03.04.04-

3,0e

Evrópuréttur I

03.15.17-

3,0e

Lagaumhverfi alþjóðastofnana

03.04.23-

3,0e

Samanburðarlögfræði

03.04.57-

3,0e

Natural Resources Law II (Law of the Sea)

03.15.19-

3,0e

Alþjóðaviðskiptaréttur

03.15.20-

3,0e

Alþjóðalög um vopnuð átök

3. gr.

Lögfræði sem 30 eininga aukagrein á fjármunaréttarsviði.

Nám í lögfræði sem aukagrein á fjármunaréttarsviði skiptist þannig að 24 einingar eru kjarnanám (skyldunámskeið) og 6 einingar eru kjörnám (valnámskeið).

Eftirfarandi sex námskeið teljast til kjarnanáms:

03.01.21-

3,0e

Inngangur að lögfræði

03.02.11-

5,0e

Samningaréttur

03.03.11-

5,0e

Kröfuréttur I

03.03.24-

4,0e

Kröfuréttur II

03.04.18-

3,0e

Rafbréf og önnur viðskiptabréf

03.04.49-

3,0e

Verðbréfamarkaðsréttur

 

1,0e

Verkefni

Eftirfarandi námskeið teljast til kjörnáms og ber nemanda að velja tvö þeirra:

03.01.24-

3,0e

Evrópuréttur

03.04.04-

3,0e

Evrópuréttur I

03.04.05-

3,0e

Evrópuréttur II

03.04.09-

3,0e

Félagaréttur I

03.04.10-

3,0e

Félagaréttur II

03.04.14-

3,0e

Höfundaréttur

03.04.21-

3,0e

Samkeppnisréttur

03.04.37-

3,0e

Skattaréttur I - íslenskur

03.04.38-

3,0e

Skattaréttur II - alþjóðlegur

03.04.40-

3,0e

Auðkennaréttur

03.04.41-

3,0e

Einkaleyfi og hönnunarvernd

4. gr.

Lögfræði sem 30 eininga aukagrein á refsiréttarsviði.

Nám í lögfræði sem aukagrein á refsiréttarsviði skiptist þannig, að 22 einingar eru kjarnanám (skyldunámskeið) og 8-9 einingar eru kjörnám (valnámskeið).

Eftirfarandi sex námskeið teljast til kjarnanáms:

03.01.21-

3,0e

Inngangur að lögfræði

03.03.12-

5,0e

Refsiréttur I

03.03.25-

4,0e

Refsiréttur II

03.03.26-

4,0e

Réttarfar II

03.04.16-

3,0e

Ofbeldisbrot frá sjónarhóli kvennaréttar

03.04.28-

3,0e

Umhverfisrefsiréttur

Eftirfarandi námskeið teljast til kjörnáms og ber nemanda að velja tvö eða þrjú þeirra:

03.01.17-

5,0e

Sifja- og erfðaréttur

03.04.26-

3,0e

Fjármuna- og efnahagsbrot

03.04.53-

3,0e

Viðurlög og viðurlagapólitík

03.15.08-

3,0e

International Human Rights Law

03.15.07-

3,0e

Alþjóðlegur refisréttur

5. gr.

Lögfræði sem 30 eininga aukagrein á stjórnsýslusviði.

Nám í lögfræði sem aukagrein á stjórnsýslusviði skiptist þannig, að 24 einingar eru kjarnanám (skyldunámskeið) og 6 einingar eru kjörnám (valnámskeið).

Eftirfarandi fimm námskeið teljast til kjarnanáms:

03.01.21-

3,0e

Inngangur að lögfræði

03.01.14-

7,5e

Stjórnskipunarréttur

03.02.13-

2,5e

Stjórnsýsluréttur I

03.02.22-

7,5e

Stjórnsýsluréttur II

03.04.45-

3,0e

Sveitarstjórnarréttur

 

0,5e

Verkefni

Eftirfarandi námskeið teljast til kjörnáms og ber nemanda að velja tvö þeirra:

03.01.17-

5,0e

Sifja- og erfðaréttur

03.01.24-

3,0e

Evrópuréttur

03.04.01-

3,0e

Starfsmannaréttur

03.04.04-

3,0e

Evrópuréttur I

03.04.05-

3,0e

Evrópuréttur II

03.04.27-

3,0e

Stjórnsýsluréttur III

03.04.31-

3,0e

Umhverfisréttur

03.04.32-

3,0e

Upplýsingatækniréttur

03.04.37-

3,0e

Skattaréttur I

03.04.47-

3,0e

Almannatryggingaréttur

03.04.51-

3,0e

Persónuréttur II – Persónuupplýsingar og einkalífsvernd

6. gr.

Lögfræði sem 30 eininga aukagrein á sviði umhverfis- og auðlindaréttar.

Nám í lögfræði sem aukagrein á sviði umhverfis- og auðlindaréttar skiptist þannig, að 18 einingar eru kjarnanám (skyldunámskeið) og 12 einingar eru kjörnám (valnámskeið).

Eftirfarandi sex námskeið teljast til kjarnanáms:

03.01.21-

3,0e

Inngangur að lögfræði

03.02.13-

2,5e

Stjórnsýsluréttur I

03.04.31-

3,0e

Umhverfisréttur

03.04.28-

3,0e

Umhverfisrefsiréttur

03.15.26-

3,0e

EC Environmental Law

03.04.56-

3,0e

Natural Resources Law I (Basic Course)

 

0,5e

Verkefni

Eftirfarandi námskeið teljast til kjörnáms og ber nemanda að velja fjögur þeirra, alls 12e:

03.15.23-

3,0e

EEA and EFTA Law

03.04.62-

3,0e

Mat á umhverfisáhrifum

03.04.57-

3,0e

Natural Resources Law II (Law of the Sea)

03.04.58-

3,0e

Natural Resouces Law III (Fisheries Policy)

03.15.05-

3,0e

International Environmental Law

03.15.12-

3,0e

International Law of Sustainable Development

7. gr.

Lögfræði sem 30 eininga aukagrein á almennu sviði.

Stúdent, sem hefur verið skráður í laganám og hefur staðist próf í BA-námskeiðum, sem vega samtals 30 einingar, getur fengið það nám metið til 30 eininga í lögfræði sem aukagrein á almennu sviði. Þetta eru annars vegar námskeið nr. 03.01.21- Inngangur að lögfræði (3,0e) og nr. 03.01.25- Almenn lögfræði ásamt ágripi af réttarsögu (9,0e) og hins vegar 18 einingar skv. vali í öðrum námskeiðum til BA-prófs í lögfræði.

8. gr.

Gildistaka og lagastoð.

Reglur þessar sem samþykktar hafa verið af deildarfundi í lagadeild og hlotið stað­festingu háskólaráðs, sbr. 1. og 2. mgr. 15. gr. laga nr. 41/1999 um Háskóla Íslands og ákvæði V. kafla reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 458/2000, öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 30. ágúst 2007.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 3. október 2007