Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1229/2015

Nr. 1229/2015 21. desember 2015

REGLUGERÐ
um fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2016 samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

1. gr.

Fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna skulu vera sem hér segir fyrir árið 2016:

  1. Hámarksfjárhæð skv. 3. mgr. 11. gr. laganna skal nema 714.088 kr. á mánuði.
  2. Greiðsla til foreldris í námi skv. 14. gr., sbr. 1. mgr. 16. gr. laganna skal nema 200.297 kr. á mánuði.
  3. Grunngreiðsla skv. 1. mgr. 19. gr., sbr. 1. mgr. 20. gr. laganna skal nema 200.297 kr. á mánuði.
  4. Barnagreiðslur skv. 1. mgr. 21. gr. laganna skulu nema 29.469 kr. á mánuði.
  5. Sérstakar barnagreiðslur skv. 1. mgr. 21. gr. laganna skulu nema 8.531 kr. á mánuði vegna tveggja barna og 22.180 kr. á mánuði vegna þriggja barna.
  6. Frítekjumark skv. 2. mgr. 22. gr. laganna skal vera 69.024 kr. á mánuði.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 10. mgr. 11. gr., 3. mgr. 16. gr., 4. mgr. 20. gr., 4. mgr. 21. gr. og 2. mgr. 22. gr., sbr. 31. gr. laga nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2016. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 1222/2014, um fjárhæðir greiðslna og frítekjumarks fyrir árið 2015 samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

Velferðarráðuneytinu, 21. desember 2015.

Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 30. desember 2015