Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 109/2016

Nr. 109/2016 19. október 2016

LÖG
um breytingu á höfundalögum, nr. 73/1972, með síðari breytingum (eintakagerð til einkanota).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:

  1. 3. mgr. orðast svo:
        Höfundar verka, sem hefur verið útvarpað, hafa verið gerð aðgengileg almenningi þannig að hver og einn getur fengið aðgang að verkinu á þeim stað, á þeirri stundu og með þeim búnaði er hann sjálfur kýs eða hafa verið gefin út á hljóðriti eða myndriti, eiga rétt á sann­gjörnum bótum vegna eftirgerðar verkanna til einkanota. Bæturnar skulu greiðast árlega til samtaka höfundaréttarfélaga með fjárveitingu samkvæmt fjárheimild í fjárlögum. Greiðslan skal fela í sér sanngjarnar bætur fyrir eftirgerð framangreindra verka til einkanota og miðast við eftirfarandi hlutfallstölur af tollverði á böndum, disk­um, plötum eða öðrum þeim geymslu­miðlum, í hvaða formi sem er, sem taka má upp á hljóð eða myndir hliðrænt eða staf­rænt sem og af tækjum sem eru ætluð til slíkrar upp­töku til einkanota sem flutt eru inn eða framleidd hér á landi á næstliðnu ári:
    Tollskrárnú­mer Skýr­ingHlut­fall af toll­verði %
    8523.2922–8523.2929 óá­tek­in seg­ul­bönd 2
    8523.2912–8523.2919 óá­tek­in mynd­bönd 2
    8523.4112 og 8523.4113 geisladisk­ar 2
    8523.5111 og 8523.5119 hálfleiðaram­inni (USB-minn­islykl­ar) 4
    8523.5211 og 8523.5219 gjör­vakort (SD-kort) 4
    8471.3001–8471.4909 fartölv­ur, spjald­tölv­ur og tölv­ur 1
    8471.7000 ut­análiggj­andi gagna­geymsl­ur (flakk­ar­ar, hýs­ing­ar með innbyggðum hörðum diski) allt að 12 TB 4
    8519.8110–8519.8990 hljóðupp­tökutæki 1
    8521.1029 og 8521.9023 myndupp­tökutæki 1
    8527.1303 móttökutæki fyr­ir út­varps­send­ing­ar með hljóðupp­töku­búnaði 2
    8517.1200 sím­ar fyr­ir farsíma­net eða önn­ur þráðlaus net með mögu­leika á hljóð- og myndupp­töku 1
  2. 4. mgr. orðast svo:
        Bætur skv. 3. mgr. greiðast til samtaka höfundaréttarfélaga sem hlotið hafa viður­kenn­ingu ráðherra til að fara með slík réttindi höfunda. Samtökin annast skil á bótunum til höf­unda­réttar­félaga, að frádregnum hæfilegum umsýslukostnaði. Um viðurkenningu sam­taka höfundaréttarfélaga samkvæmt þessari grein gilda málsmeðferðarreglur 4. mgr. 26. gr. a og reglur gefnar út á grundvelli hennar. Eigi sjaldnar en á þriggja ára fresti skal úrskurðar­nefnd skv. 57. gr. leggja mat á grundvöll sanngjarnra bóta skv. 3. mgr. og skila tillögum sínum um breytingar til ráðherra.
  3. 5. og 6. mgr. falla brott.

2. gr.

    7. tölul. 2. mgr. 54. gr. laganna fellur brott.

3. gr.

    Í stað orðsins „endurgjalds“ í 2. mgr. 61. gr. laganna kemur: sanngjarnra bóta.

4. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Bætur skv. a-lið 1. gr. skulu greiðast í fyrsta sinn 1. mars 2017.

Gjört á Bessastöðum, 19. október 2016.

Guðni Th. Jóhannesson.
(L. S.)

Bjarni Benediktsson.


A deild - Útgáfud.: 21. október 2016