Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 354/2016

Nr. 354/2016 27. apríl 2016

AUGLÝSING
um breytingar á deiliskipulagi Helgafellshverfis í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi 1. og 2. áfanga Helgafellshverfis eftir meðferð samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Gerplustræti 2-4, 1. áfangi.
Breytingar felast í fjölgun íbúða úr 26 í 31, fækkun stigahúsa í nyrðra húsi úr tveimur í eitt, tilslökun á kröfum um bílastæði þannig að fyrir hverja íbúð 70 m² og minni skuli vera 1,5 stæði innan lóðar sem megi öll vera ofanjarðar. Sýndir eru byggingarreitir fyrir bílakjallara og lóðin stækkuð um 47 m². Breytingin var samþykkt í bæjarstjórn 26. ágúst 2015.

Ástu Sólliljugata 30-32, 2. áfangi.
Breytingar felst í því að á lóðinni verði byggt þriggja íbúða raðhús, ein hæð og kjallari/jarðhæð, í stað parhúss. Breytingin var samþykkt í bæjarstjórn 23. september 2015.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið tilskilda meðferð samkvæmt skipulagslögum og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 27. apríl 2016,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 29. apríl 2016