Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 90/2010

Nr. 90/2010 1. febrúar 2010
AUGLÝSING
um breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2005-2025.

Samkvæmt 19. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, sbr. 2. mgr. 1. gr. laga um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkur­flugvelli nr. 176/2006, auglýsingu um að hluti varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli skuli tekinn í borgaraleg not nr. 38/2007 og 4. mgr. 8. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl. nr. 76/2008, hefur utanríkisráðherra 8. apríl 2009 staðfest breytingu á aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2005-2025.
Aðalskipulagsbreytingin tekur til þess hluta starfssvæðis Þróunarfélags Keflavíkur­flugvallar ehf. (svæðis C skv. lögum nr. 176/2006), sem er innan marka sveitarfélags­ins Sandgerðisbæjar. Mörk breytingarsvæðisins koma fram á skipulags­uppdrætti.
Svæði opinberra stofnana, merkt S2 á skipulagsuppdrætti, verður áfram hluti varnarsvæðisins og aðalskipulags Keflavíkurflugvallar 2005-2025. Landnotkun þar breytist ekki enda er um að ræða öryggissvæði (svæði B skv. lögum nr. 176/2006).
Aðalskipulagsbreytingin felur í sér að landnotkun á þessu svæði samkvæmt aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2005-2025 fellur niður. Landnotkunin var skilgreind sem opið svæði, verslunar- og þjónustusvæði, sorphirðusvæði, öryggissvæði flugumferðar, svæði á náttúruminjaskrá, vatnsverndarsvæði flokkur A og vatnsverndarsvæði grannsvæði. Jafnframt fellur úr gildi umfjöllun í greinargerð aðalskipulags Keflavíkurflugvallar 2005-2025 sem snýr að fyrrnefndu svæði.
Aðalskipulagsbreyting þessi, sem var auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, var samþykkt á fundi skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar 16. janúar 2009 og afgreidd af Skipulagsstofnun 11. mars 2009 til staðfestingar.
Aðalskipulagsbreyting þessi öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 1. febrúar 2010.

F. h. r.

Einar Gunnarsson.

Þórður Ægir Óskarsson.

B deild - Útgáfud.: 3. febrúar 2010