Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 80/2013

Nr. 80/2013 2. júlí 2013
LÖG
um breytingu á lögum um meðferð einkamála, nr. 91/1991, með síðari breytingum (flýtimeðferð).

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
    Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða sem hljóðar svo:
    Nú lýtur ágreiningur í dómsmáli að lögmæti þess að binda fjárskuldbindingu við gengi erlendra gjaldmiðla eða vísitölu eða að uppgjöri slíkra skuldbindinga og skal þá hraða meðferð slíks máls.

2. gr.
    Lög þessi öðlast þegar gildi og falla úr gildi 1. janúar 2015.

Gjört í Reykjavík, 2. júlí 2013.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

A deild - Útgáfud.: 3. júlí 2013