Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 18/2007

Nr. 18/2007 8. janúar 2007
AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi svæðis A á flugþjónustusvæði á Keflavíkurflugvelli.

Samkvæmt 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 hefur varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytis þann 15. desember 2006 samþykkt eftirfarandi breytingar á deiliskipulagi svæðis A á flugþjónustusvæði á Keflavíkurflugvelli, sem síðast var breytt 2. nóvember 2006.

Breytingarnar eru eftirfarandi:
Gert er ráð fyrir nýrri aðrein að lóðum fyrir hótel og skrifstofubyggingar. Kvöð um umferð gangandi hefur verið lagfærð og sett á fleiri lóðir, og er einnig sýnt til skýringar hvernig fyrirhuguð er tenging við gönguleiðir við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Smávægileg breyting er gerð á byggingarreitum á lóðum A2 og B2 og byggingarreit fyrir hótel á lóð B1 er breytt og honum hnikað til. Lóð B1 er stækkuð lítillega á kostnað A2. Skilgreind er ný lóð E7 fyrir bensínstöð, og lóð E4 minnkuð sem henni nemur. Byggingarreitum og fyrirkomulagi bílastæða á lóðum E4 og D1 er breytt, byggingarheimildir rýmkaðar og slakað á kröfu um lágmarksfjölda bílastæða miðað við byggingarmagn. Deiliskipulags­uppdrættinum fylgir skilmálahefti: Keflavíkurflugvöllur, flugstöðvarsvæði - svæði A, deiliskipulagsbreyting, greinargerð, júní 2001. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á því til samræmis við ofangreindar breytingar.

Skipulagsstofnun hefur farið yfir deiliskipulagið sbr. 3. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og gerir ekki athugasemd við að tilkynning um samþykkt hans verði birt í B-deild Stjórnartíðinda. Deiliskipulagsuppdrátturinn ásamt greinargerð hefur hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og samþykki varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytis og öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 8. janúar 2007.

F. h. r.

Jón Egill Egilsson.

B deild - Útgáfud.: 17. janúar 2007