Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 55/2016

Nr. 55/2016 14. janúar 2016

REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð nr. 555/2004, um greiðslu barnabóta, með síðari breytingum.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. reglugerðarinnar:

  1. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Að sama skapi teljast þeir sem halda heimili saman ásamt barni sínu framfærendur í skilningi ákvæðisins þótt skilyrði til skráningar á sambúð séu ekki uppfyllt. Við slíkar aðstæður skal ákvarða barnabætur eins og um hjón sé að ræða.
  2. Í stað orðsins „skattstjóra“ í 2. málsl. 5. mgr. kemur: ríkisskattstjóra.

2. gr.

3. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Greiða skal tekjutengdar barnabætur með hverju barni innan 18 ára aldurs á tekjuárinu sem árlega skulu nema 199.839 kr. með fyrsta barni en 237.949 kr. með hverju barni umfram eitt. Tekju­tengdar barnabætur með börnum einstæðra foreldra skulu vera 332.950 kr. með fyrsta barni en 341.541 kr. með hverju barni umfram eitt.

Til viðbótar barnabótum skv. 1. mgr. skal greiða tekjutengdar barnabætur með öllum börnum yngri en sjö ára á tekjuárinu. Skulu þær árlega nema 119.300 kr.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað tilvísunarinnar „2. mgr. 3. gr.“ í 1. mgr. kemur: 3. gr.
  2. Í stað fjárhæðarinnar „2.415.492“ í 1. mgr. kemur: 4.800.000.
  3. Í stað fjárhæðarinnar „1.207.746“ í 1. mgr. kemur: 2.400.000.
  4. Orðin „þó ekki tekjur skv. 3. tölul. C-liðar 7. gr. laga nr. 90/2003“ í 1. málsl. 2. mgr. falla brott.
  5. Í stað 3. málsl. 2. mgr. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Skerðingarhlutfall skv. 1. mgr. 3. gr. skal vera 4% með einu barni, 6% með tveimur börnum og 8% með þremur börnum eða fleiri. Skerðingarhlutfall skv. 2. mgr. 3. gr. skal vera 4% með hverju barni.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 5. gr. reglugerðarinnar:

  1. 1. mgr. verður svohljóðandi: Barnabætur skulu ákveðnar á grundvelli skattframtals við álagn­ingu, sbr. X. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Barnabætur sem eru ákvarðaðar lægri en 5.000 kr. á hvern framfæranda á grundvelli skattframtals falla niður. Úrskurður ríkis­skattstjóra um fyrirframgreiðslu barnabóta skal vera endanleg úrlausn málsins á stjórn­sýslu­stigi.
  2. Í stað „1. ágúst“ og „1. nóvember“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: 1. júlí; og: 1. október.

5. gr.

Í stað orðanna „skattstjóra“, „Skattstjóri“ og „skattstjóra“ í 1. málsl. 4. mgr. og 5. mgr. 6. gr. reglu­gerðarinnar kemur: ríkisskattstjóra; Ríkisskattstjóri og: ríkisskattstjóra.

6. gr.

Við 7. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Barnabótum verður ekki skulda­jafnað á móti opinberum gjöldum til ríkissjóðs, opinberum gjöldum til sveitarfélaga og van­greiddum meðlögum til Innheimtustofnunar sveitarfélaga.

7. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:

  1. Í stað orðanna „skattstjóri leiðrétta þær“ í 1. málsl. kemur: honum gert að endurgreiða þær að viðbættu 15% álagi.
  2. Á eftir orðinu „leiðréttingu“ í 2. málsl. kemur: ríkisskattstjóra.

8. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í A-lið 68. gr. og 121. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 14. janúar 2016.

F. h. r.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Ása Ögmundsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 28. janúar 2016