Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 249/2017

Nr. 249/2017 27. mars 2017

AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi sem hér segir:

Ásar 4 og 6.
Breytingin felur í sér breytingu á aðkomu að lóðunum Ásar 4 og 6, aðkoman verður frá norðaustri.

Vogatunga 47-51.
Breytingin felst í því að í stað einnar hæðar raðhúss R-ID kemur tveggja hæða raðhús R-IIA. Að öðru leyti haldast skilmálar óbreyttir.

Reykjamelur 7.
Breytingin felur í sér að í stað 200 m² einbýlishúss (1 hæð og ris) með nýtingarhlutfalli 0,2 kemur 300 m² parhús á einni hæð með nýtingarhlutfall 0,30. Einnig kemur ný innkeyrsla frá Asparlundi (R‑húsagata).

Sölkugata 1-5.
Breytingin felst í því að sameinaðar eru lóðir nr. 1 og 3 og þar heimilað að byggja einnar hæðar parhús í stað tveggja hæða einbýlishúsa. Á lóðinni nr. 5 er gert ráð fyrir einnar hæðar einbýlishúsi í stað tveggja hæða einbýlishúss. Að öðru leyti haldast skilmálar óbreyttir.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið meðferð sem skipulagslög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 27. mars 2017,

Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi.


B deild - Útgáfud.: 28. mars 2017