Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1253/2016

Nr. 1253/2016 23. desember 2016

REGLUR
um breytingu á reglum nr. 407/2002, um maka- og umönnunarbætur.

1. gr.

1. gr. reglnanna orðast svo:

Heimilt er, ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi, að greiða maka elli- eða örorkulífeyrisþega bætur vegna umönnunar lífeyrisþegans. Makabæturnar eru allt að 80% af fullum örorkulífeyri og tekju­tryggingu skv. 18. og 22. gr. laga nr. 100/2007, um almannatryggingar.

Jafnframt er heimilt, við sömu aðstæður og um getur í 1. mgr., að greiða þeim sem halda heimili með elli- eða örorkulífeyrisþega, bætur vegna umönnunar hans. Umönnunarbætur nema sömu fjárhæð og makabætur.

2. gr.

Í stað orðanna „sjúkrahúsvistar, sbr. 5. mgr. 43. gr. laga nr. 117/1993, um almannatryggingar“ í 4. gr. reglnanna komi: dvalar á sjúkrahúsi eða stofnun fyrir aldraða, sbr. 5. mgr. 48. gr. laga um almanna­tryggingar.

3. gr.

5. gr. reglnanna orðast svo:

Heimilt er að ákvarða maka- og umönnunarbætur í allt að eitt ár í senn. Séu fyrir hendi skilyrði fyrir áframhaldandi greiðslum skal umsækjandi skila inn gögnum þar að lútandi til Tryggingastofnunar ríkisins.

Maka- og umönnunarbætur falla niður fari heildartekjur umsækjanda yfir sömu tekjumörk og gilda um stöðvun ellilífeyris vegna tekna samkvæmt lögum um almannatryggingar. Um útreikning tekna fer einnig samkvæmt sömu reglum og um ellilífeyri.

4. gr.

6. gr. reglnanna orðast svo:

Við mat á því hvort maka- eða umönnunarbætur skuli greiddar er heimilt að taka tillit til þess hvort lífeyrisþeginn fái greidda frekari uppbót á lífeyri vegna umönnunarkostnaðar skv. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð.

5. gr.

2. mgr. 7. gr. reglnanna orðast svo:

Um umsóknir og framkvæmd að öðru leyti fer skv. V. og VI. kafla laga um almannatryggingar, sbr. 13. og 14. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð.

6. gr.

Reglur þessar, sem settar eru með stoð í 5. gr. laga nr. 99/2007, um félagslega aðstoð, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. janúar 2017.

Velferðarráðuneytinu, 23. desember 2016.

Eygló Harðardóttir
félags- og húsnæðismálaráðherra.

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir.


B deild - Útgáfud.: 30. desember 2016