Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1089/2019

Nr. 1089/2019 26. nóvember 2019

AUGLÝSING
um gildistöku meginreglna í hagskýrslugerð.

Meginreglur í hagskýrslugerð hafa nú verið endurskoðaðar með hliðsjón af breytingum á Evrópu­reglugerð nr. 223/2009, um evrópskar hagskýrslur, sem hagstofustjórar evrópska hagskýrslu­samstarfs­ins (European Statistical System Committee) samþykktu þann 16. nóvember 2017. Á grundvelli Evrópu­reglugerðarinnar, sem tekið hefur gildi hér á landi í samræmi við EES-samninginn, gilda eftirfarandi meginreglur um opinbera hagskýrslugerð hér landi. Reglurnar eru ætlaðar stjórn­völdum ESB og aðildarríkja þess og hagskýrsluyfirvöldum, þ.e. Hagstofu ESB (Eurostat), hagstofum einstakra ríkja og öðrum sem hafa með höndum opinbera hagskýrslugerð í aðildarríkjum ESB.

Hagstofa Íslands tekur ásamt öðrum hagstofum EFTA-ríkjanna fullan þátt í evrópska hagskýrslu­samstarfinu á grundvelli EES-samningsins. Reglugerð nr. 223/2009 hefur verið tekin upp í EES-samninginn og birt hér á landi en í því felst að mælst er til að meginreglurnar gildi fyrir íslensk stjórnvöld, Hagstofu Íslands og fyrir aðrar opinberar stofnanir sem fást við opinbera hagskýrslugerð hér á landi eins og hún er skilgreind í reglugerð nr. 223/2009.

Meginreglurnar, sem birtar eru sem fylgiskjal með auglýsingu þessari, öðlast þegar gildi og skal beita þeim við opinbera hagskýrslugerð hér á landi, sbr. lög um Hagstofu Íslands nr. 163/2007. Frá sama tíma fellur niður auglýsing nr. 1086/2016, um gildistöku meginreglna í hagskýrslugerð.

Forsætisráðuneytinu, 26. nóvember 2019.

Katrín Jakobsdóttir.

Benedikt Árnason.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)


B deild - Útgáfud.: 11. desember 2019