Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 740/2011

Nr. 740/2011 21. júlí 2011
AUGLÝSING
um neyðarráðstafanir sem gilda um grikkjasmárafræ og tiltekið fræ og baunir sem eru flutt inn frá Egyptalandi.

1. gr.

Auglýsing þessi gildir um innflutning á grikkjasmárafræjum og tilteknum fræjum og baunum sem eru flutt inn frá Egyptalandi.

2. gr.

Auglýsingu þessari er ætlað að tryggja að örverumenguð matvæli sem talin eru upp í viðauka séu ekki til dreifingar hér á landi.

3. gr.

Matvælastofnun ber að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir svo að allar framleiðslueiningar grikkjasmárafræs, sem fluttar voru inn frá Egyptalandi á tímabilinu 2009–2011 og nefndar eru í tilkynningum hraðviðvörunarkerfisins fyrir matvæli og fóður í tengslum við rakninguna, verði teknar af markaði og þeim eytt. Taka skal sýni úr viðkomandi framleiðslueiningum í samræmi við 8. gr. tilskipunar 2003/99/EB.

4. gr.

Frjáls dreifing innan Evrópska efnahagssvæðisins á fræi og baunum frá Egyptalandi, sem tilgreind eru í viðaukanum, er bönnuð fram til 31. október 2011.

5. gr.

Matvælastofnun fer með eftirlit með því að farið sé að ákvæðum þessarar auglýsingar.

6. gr.

Um valdsvið, þvingunarúrræði og viðurlög fer samkvæmt ákvæðum laga um matvæli nr. 93/1995, með síðari breytingum.

7. gr.

Auglýsing þessi er sett með stoð í 27. gr. b., 28. sbr. 31. gr. a. laga nr. 93/1995, um matvæli með hliðsjón af ákvörðun 2011/402/ESB. Auglýsingin öðlast gildi við birtingu.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 21. júlí 2011.

F. h. r.

Arndís Ármann Steinþórsdóttir.

Ása Þórhildur Þórðardóttir.

 

VIÐAUKI
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 22. júlí 2011