Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 382/2007

Nr. 382/2007 13. apríl 2007
REGLUR
um samsetningu, framleiðslueiginleika og merkingu á kristallsgleri.

Gildissvið.

1. gr.

Reglur þessar taka til fyrirtækja sem selja vörutegundir sem flokkast í vörulið 7013 samkvæmt tollskrá. Reglurnar kveða á um þá skyldu að merkja og greina efni í borð-, skrifstofu-, bað- eða eldhúsbúnaði úr gleri og í glervörum til innanhússskreytinga eða áþekkra nota.

Undanþága.

2. gr.

Reglur þessar gilda ekki um vörur sem ætlaðar eru til útflutnings til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins.

Samsetning, framleiðslueiginleikar og merking.

3. gr.

Einungis er heimilt að markaðssetja og auglýsa vörur sem um getur í 1. gr. ef upplýsingar um samsetningu, framleiðslueiginleika og merking vörunnar er með þeim hætti sem tilgreint er í viðauka I við reglur þessar.

Óheimilt er að nota heitin í dálki b í viðauka I í viðskiptum með vörutegundir sem ekki hafa einkenni sem tilgreind eru í dálkum d til g í sama viðauka. Einungis vörur sem reglur þessar taka til og uppfylla kröfur samkvæmt viðauka I má merkja með þeim táknum sem sýnd eru í dálkum h og i í sama viðauka. Heiti og auðkennistákn, sem eru sýnd í viðauka I, má birta á einum og sama merkimiða.

4. gr.

Ef vara, sem reglur þessar taka til, ber heiti sem talið er upp í dálki b í viðauka I, má einnig merkja hana með samsvarandi auðkennistákni, eins og sýnt er og lýst í dálkum h og i í sama viðauka.

Þegar vörumerki, heiti fyrirtækis eða önnur áletrun felur í sér, hvort heldur sem er meginefni, einkunn eða stofn eða heiti sem birt er í dálkum b og c í viðauka I, eða heiti sem rugla má saman við þau heiti, skal á undan téðu vörumerki, heiti eða áletrun skráð með áberandi letri;

 

a)

skilgreiningu vörunnar, hafi varan þá eiginleika sem tilgreindir eru í dálkum d til g í viðauka I;

 

b)

nákvæma umsögn um eðli vörunnar, hafi varan ekki þá eiginleika sem greindir eru í dálkum d til g í viðauka I.

 

Greiningaraðferð.

5. gr.

Nota skal þær aðferðir sem mælt er fyrir um í viðauka II þegar sannprófa á að vara, sem ber heiti sbr. dálk b og auðkennistákn sbr. dálka h og i í viðauka I, hafi einkenni samsvarandi þeim, sem tilgreind eru í dálkum d til g í sama viðauka.

Viðurlög.

6. gr.

Ef brotið er í bága við reglur þessar varðar það viðurlögum skv. 22. og 26. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins.

Gildistaka.

7. gr.

Reglur þessar eru settar samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins og öðlast gildi við birtingu og koma í stað reglna nr. 309/1998 sem falla jafnframt úr gildi.

Með reglunum er Ísland að uppfylla skyldur sínar samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES).*

Neytendastofu, 13. febrúar 2007.

Tryggvi Axelsson.

Kristín Færseth.

* Reglurnar taka mið af tilskipun ráðsins frá 15. desember 1969 um samræmingu laga aðildarríkjanna varðandi kristallsgler nr. 69/493/EBE.

VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 4. maí 2007