Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 916/2009

Nr. 916/2009 11. nóvember 2009
REGLUGERÐ
um fjárfestingarstefnu og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar.

I. KAFLI

Gildissvið og skilgreiningar.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi, sem sett er á grundvelli 56. gr. laga nr. 129/1997, gildir um lífeyrissjóði og vörsluaðila séreignarsparnaðar sem starfa á grundvelli laga nr. 129/1997, um skyldu­tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og samkvæmt sérstökum lögum.

2. gr.

Skilgreiningar.

Í reglugerð þessari hafa eftirfarandi hugtök þá merkingu sem hér greinir:

Viðbótartryggingarvernd: Sú tryggingarvernd sem er umfram þá lágmarks­tryggingar­vernd sem lífeyrissjóður skilgreinir og greitt er fyrir með greiðslu iðgjalds samkvæmt sérstökum samningi.

Vörsluaðili séreignarsparnaðar: Þeir aðilar sem heimild hafa skv. 8. gr. laga nr. 129/1997 til að stunda starfsemi skv. II. kafla þeirra laga og taka við iðgjaldi með samningi um viðbótartryggingarvernd.

II. KAFLI

Form og efni fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða vegna samtryggingardeilda.

3. gr.

Mótun fjárfestingarstefnu.

Stjórn lífeyrissjóðs skal móta fjárfestingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af fjárfestingarheimildum í samþykktum sjóðsins og þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu.

Með fjárfestingarstefnu í reglugerð þessari er átt við markmið um eignasamsetningu lífeyrissjóðs. Fjárfestingarstefnu skal gera árlega með hliðsjón af forsendum, sbr. 3. gr., en hún getur falið í sér markmiðssetningu til lengri tíma en eins árs. Í fjárfestingar­stefnunni skal koma fram áætlun um hvenær markmiði um eigna­samsetningu skuli náð.

4. gr.

Form og efni fjárfestingarstefnu.

Í fjárfestingarstefnunni skulu koma fram þær forsendur sem stjórn lífeyrissjóðsins byggir fjárfestingarstefnuna á. Að lágmarki skal vera umfjöllun um áhrif lífeyrisbyrðar, réttinda­kerfis og áætlaðs framtíðargreiðsluflæðis vegna lífeyrisskuldbindinga. Einnig skal fjalla um áhrif núverandi eignasamsetningar á fjárfestingarstefnuna. Sé lífeyrissjóður með fleiri en eina samtryggingardeild skal gera grein fyrir þessum atriðum fyrir hverja deild.

Nú eru forsendur skv. 1. mgr. mismunandi fyrir hverja samtryggingardeild í deilda­skiptum lífeyrissjóði og skal þá setja sérstaka fjárfestingarstefnu fyrir viðkomandi deildir.

5. gr.

Fjárfestingarstefna lífeyrissjóðs skal að lágmarki byggja á tegundaflokkun innlána og verðbréfa samanber fylgiskjal I með reglugerð þessari.

Auk ofangreindra upplýsinga skal fjárfestingarstefnan kveða á um eftirfarandi atriði:

 

a)

Markmið og viðmið um ávöxtun og áhættu. Taka skal fram ef mælikvarði sjóðsins á áhættu verðbréfa er annar en flökt ávöxtunar. Noti sjóðurinn vísitölur til viðmiðunar um árangur ávöxtunar skulu þær koma fram.

 

b)

Viðmið um notkun afleiða.

 

c)

Hámarksfjárfesting í verðbréfum útgefnum af sama aðila, tengdum aðilum eða aðilum sem tilheyra sömu samstæðunni. Gildi sérstakar takmarkanir að þessu leyti fyrir einstaka tegundaflokka innlána og verðbréfa skal það koma fram.

 

d)

Hámarkshlutdeild í hlutafé einstakra fyrirtækja.

 

e)

Hámarkshlutdeild í hlutdeildarskírteinum útgefnum af verðbréfa­sjóði/fjár­festingar­sjóði eða deild þeirra.

 

f)

Hámarksfjárfesting í verðbréfasjóðum eða fjárfestingarsjóðum innan sama rekstrarfélags.

 

g)

Hlutfall fasteignaveðtryggðra skuldabréfa. Einnig skulu koma fram reglur sjóðsins um veðsetningarhlutföll og veðandlög.

 

h)

Hlutfall fjárfestingar í fyrirtækjum sem eingöngu sinna þjónustuverkefnum fyrir lífeyrissjóðinn.

 

i)

Hlutfall eigna í virkri stýringu.

 

j)

Markmið um meðallíftíma skuldabréfaflokka.

 

k)

Markmið um gjaldmiðlasamsetningu verðbréfasafns.

 

l)

Markmið um atvinnugreinaskiptingu verðbréfasafns.

6. gr.

Fjárfestingarstefnan skal dagsett og undirrituð af stjórn lífeyrissjóðs og fram­kvæmda­stjóra hans. Lífeyrissjóðir skulu eigi síðar en 1. desember ár hvert senda fjár­festingar­stefnu sína fyrir næstkomandi ár til Fjármálaeftirlitsins til samþykktar.

Fjárfestingarstefnan skal fylgja með ársreikningi lífeyrissjóða.

III. KAFLI

Form og efni fjárfestingarstefnu vörsluaðila séreignarsparnaðar.

7. gr.

Mótun fjárfestingarstefnu.

Stjórn vörsluaðila séreignarsparnaðar skal móta fjárfestingarstefnu fyrir hverja fjár­festingar­leið þar sem fjárfestingar, aðrar en innlánsreikningar, eru sundurliðaðar með hliðsjón af 1. mgr. 36. gr. laga nr. 129/1997.

Með fjárfestingarstefnu í reglugerð þessari er átt við markmið um eignasamsetningu séreignarsparnaðar. Fjárfestingarstefnu skal gera árlega með hliðsjón af forsendum, sbr. 7. gr., en hún getur falið í sér markmiðssetningu til lengri tíma en eins árs. Í fjár­festingar­stefnunni skal koma fram áætlun um hvenær markmiði um eigna­samsetningu skuli náð.

8. gr.

Form og efni fjárfestingarstefnu.

Í fjárfestingarstefnunni skulu koma fram þær forsendur sem stjórn vörsluaðila byggir fjárfestingarstefnuna á. Að lágmarki skal vera umfjöllun um þann áhættuþátt sem fylgir því að sjóðfélagar geti flutt inneign sína til annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar, lífeyrisbyrðar og áætlaðs framtíðargreiðsluflæðis vegna lífeyrisskuldbindinga. Einnig skal fjalla um áhrif núverandi eignasamsetningar á fjárfestingarstefnuna. Sé sér­eignar­sparnaðinum skipt í fleiri en eina fjárfestingarleið skal gera grein fyrir þessum atriðum fyrir hverja fjárfestingarleið.

Nú eru forsendur skv. 1. mgr. mismunandi fyrir hverja fjárfestingarleið hjá vörsluaðila og skal þá setja sérstaka fjárfestingarstefnu fyrir viðkomandi fjárfestingarleiðir.

9. gr.

Fjárfestingarstefna vörsluaðila séreignarsparnaðar skal að lágmarki byggja á tegunda­flokkun innlána og verðbréfa samanber fylgiskjal I með reglugerð þessari.

Auk ofangreindra upplýsinga skal fjárfestingarstefnan kveða á um eftirfarandi atriði:

 

a)

Markmið og viðmið um ávöxtun og áhættu. Taka skal fram ef mælikvarði á áhættu verðbréfa er annar en flökt ávöxtunar. Ef vísitölur eru notaðar til viðmiðunar um árangur ávöxtunar skulu þær koma fram.

 

b)

Viðmið um notkun afleiða. Liggi fyrir heimild til notkunar á afleiðum til annars en til að draga úr áhættu skal það koma sérstaklega fram.

 

c)

Hámarksfjárfesting í verðbréfum útgefnum af sama aðila, tengdum aðilum eða aðilum sem tilheyra sömu samstæðunni. Gildi sérstakar takmarkanir að þessu leyti fyrir einstaka tegundaflokka innlána og verðbréfa skal það koma fram.

 

d)

Hámarkshlutdeild í hlutafé einstakra fyrirtækja.

 

e)

Hámarkshlutdeild í hlutdeildarskírteinum útgefnum af verð­bréfa­sjóði/fjár­festingar­sjóði eða deild þeirra.

 

f)

Hámarksfjárfesting í verðbréfasjóðum eða fjárfestingarsjóðum innan sama rekstrarfélags.

 

g)

Hlutfall fasteignaveðtryggðra skuldabréfa. Einnig skulu koma fram reglur sjóðsins um veðsetningarhlutföll eða veðandlög.

 

h)

Hlutfall eigna í virkri stýringu.

 

i)

Markmið um meðallíftíma skuldabréfaflokka.

 

j)

Markmið um hlutfall lausafjár.

 

k)

Markmið um gjaldmiðlasamsetningu verðbréfasafns.

 

l)

Markmið um atvinnugreinaskiptingu verðbréfasafns.

10. gr.

Fjárfestingarstefnan skal dagsett og undirrituð af stjórn vörsluaðila séreignarsparnaðar og ábyrgðaraðila lífeyrismála hjá vörsluaðila. Vörsluaðilar séreignarsparnaðar skulu eigi síðar en 1. desember ár hvert senda fjárfestingarstefnu sína fyrir næskomandi ár til Fjármálaeftirlitsins til samþykktar.

IV. KAFLI

Form og efni úttektar á ávöxtun.

11. gr.

Úttekt á ávöxtun eignasafna lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignarsparnaðar síðasta árs skal skilað til Fjármálaeftirlitsins eigi síðar en 30. apríl ár hvert. Úttektin skal að lágmarki sýna ávöxtun þeirra eignasafna sem fram koma í fylgiskjali II. Gera skal grein fyrir úttekt á ávöxtun eignasafna fyrir hverja deild/fjárfestingarleið.

Í úttektinni skal koma fram hvaða aðferðir eru notaðar við útreikninga á ávöxtun.

V. KAFLI

Ýmis ákvæði.

12. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 56. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, öðlast þegar gildi.

Fjármálaráðuneytinu, 11. nóvember 2009.

F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.

Haraldur Steinþórsson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 13. nóvember 2009