Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 816/2009

Nr. 816/2009 17. september 2009
REGLUR
um breytingu á reglum um umgengni í kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma nr. 810/2000.

1. gr.

1. mgr. 4. gr. hljóði svo:

Kirkjugarðar innan Reykjavíkurprófastsdæma eru opnir allan sólarhringinn á tímabilinu frá 1. maí til og með 31. ágúst og frá kl. 07.00 til kl. 21.00 á tímabilinu frá 1. september til og með 30. apríl.

2. gr.

Reglur þessar, sem sett er samkvæmt tillögu stjórnar kirkjugarða Reykja­víkur­prófasts­dæma samkvæmt heimild í 51. gr. laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36 4. maí 1993, öðlast nú þegar gildi.

Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 17. september 2009.

Ragna Árnadóttir.

Hjalti Zóphóníasson.

B deild - Útgáfud.: 2. október 2009