Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 247/2010

Nr. 247/2010 10. mars 2010
AUGLÝSING
um deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur í samræmi við 25. og 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 samþykkt eftirtaldar deiliskipulagsáætlanir og breytingar á deiliskipulagi:

Frístundalóð við Silungatjörn, landnúmer 125163.
Nýtt deiliskipulag sem heimilar að á lóðinni, sem er um 0,47 ha að stærð, megi reisa nýtt frístundahús í tengslum við eldra hús, þannig að frístundahús verði samtals allt að 110 m² að stærð auk 20 m² geymsluhúss. Samþykkt skv. 25. gr. 10. febrúar 2010.

Frístundalóð norðan Hafravatns, landnúmer 125506.
Nýtt deiliskipulag sem heimilar að á lóðinni, sem er um 1 ha að stærð, megi reisa nýtt frístundahús í stað eldra húss, allt að 70 m² að stærð auk 20 m² geymsluhúss. Samþykkt skv. 25. gr. 10. febrúar 2010.

6 frístundalóðir norður af Selvatni.
Nýtt deiliskipulag. Skipulagssvæðið er um 10,5 ha að stærð, og skiptist skv. skipulaginu í 6 lóðir, frá 0,43 til 3,82 ha að stærð. Á hverri lóð má reisa frístundahús allt að 100 m² að stærð auk 10 m² geymsluhúss innan sama byggingarreits. Samþykkt skv. 25. gr. 21. janúar 2009.

Frístundalóðir norður af Silungatjörn.
Breyting á deiliskipulagi frá 2003 fyrir lóð nr. 178678, sem liggur að Seljadalsá, norðan Silungatjarnar. Skipulagssvæðið stækkar og tekur einnig til næstu lóðar austan við, sem skipt er í tvær lóðir. Á hverri þessara þriggja lóða má reisa frístundahús og geymsluhús, samtals allt að 130 m² að gólffleti. Samþykkt skv. 1. mgr. 26. gr. 10. febrúar 2010.

Reykjavegur 36 (lóð Ísfugls).
Breytingar á deiliskipulagi, áður breyttu árið 2005. Lögun lóðarinnar breytist og hún minnkar um 750 m², byggingarreitur stækkar og leyft nýtingarhlutfall hækkar úr 0,30 í 0,39. Samþykkt skv. 1. mgr. 26. gr. 27. janúar 2010.

Ofangreindar deiliskipulagsáætlanir og breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög nr. 73/1997 með síðari breytingum mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 10. mars 2010,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 24. mars 2010