Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 404/2012

Nr. 404/2012 20. febrúar 2012
REGLUR
um afplánun refsingar undir rafrænu eftirliti.

1. gr.

Markmið rafræns eftirlits.

Markmið með afplánun undir rafrænu eftirliti er að gefa fanga kost á því að aðlagast samfélaginu smám saman á ný áður en til loka afplánunar kemur. Er úrræðinu ætlað að hafa uppbyggilegt gildi, beina fanga af braut afbrota og minnka kostnað við refsifullnustu.

2. gr.

Tímaskilyrði.

Til þess að afplánun undir rafrænu eftirliti komi til álita skal fangi áður hafa nýtt sér úrræði samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga nr. 49/2005 um fullnustu refsinga með full­nægj­andi hætti en í því felst að fangi sem dæmdur hefur verið í 12 mánaða óskilorðs­bundið fangelsi telst hafa nýtt sér úrræði samkvæmt 1. mgr. 24. gr. laga um fullnustu refsinga þegar hann hefur afplánað þrjá mánuði með slíkum hætti.

Þegar dæmd refsing er lengri en 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi lengist dvöl sam­kvæmt 1. mgr. 24. gr. laga um fullnustu refsinga um 2,5 daga fyrir hvern dæmdan mánuð og verður fjórir mánuðir við tveggja ára fangelsisrefsingu. Slík dvöl lengist síðan með sama hætti um einn mánuð fyrir hvert dæmt ár og verður að hámarki 12 mánuðir þegar dæmd refsing er 10 ára fangelsi eða lengri.

Refsing í árum:

Dagafjöldi á Vernd:

Refsing í mánuðum:

Dagafjöldi:

1 ár

90

ü
ï
ï
ï
ý
ï
ï
ï
þ

1 mánuður

2,5

2 ár

120

2 mánuðir

5,0

3 ár

150

3 mánuðir

7,5

4 ár

180

4 mánuðir

10,0

5 ár

210

5 mánuðir

12,5

6 ár

240

6 mánuðir

15,0

7 ár

270

7 mánuðir

17,5

8 ár

300

8 mánuðir

20,0

9 ár

330

9 mánuðir

22,5

10 ár

360

10 mánuðir

25,0

11 ár

360

11 mánuðir

27,5

12 ár

360

12 mánuðir

30,0

13 ár

360

14 ár

360

15 ár

360

16 ár

360

3. gr.

Tímalengd undir rafrænu eftirliti.

Þegar dæmd refsing er 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi getur afplánun undir rafrænu eftirliti verið 30 dagar. Afplánun undir rafrænu eftirliti lengist um 2,5 daga fyrir hvern dæmdan mánuð og getur orðið 240 dagar hið mesta. Hluti mánaðar reiknast hlutfallslega.

Refsing í árum:

Dagaföldi undir
rafrænu eftirliti:

Refsing í mánuðum:

Dagafjöldi:

1 ár

30

ü
ï
ï
ý
ï
ï
þ

1 mánuður

2,5

2 ár

60

2 mánuðir

5,0

3 ár

90

3 mánuðir

7,5

4 ár

120

4 mánuðir

10,0

5 ár

150

5 mánuðir

12,5

6 ár

180

6 mánuðir

15,0

7 ár

210

7 mánuðir

17,5

8 ár

240

8 mánuðir

20,0

9 ár

240

9 mánuðir

22,5

10 ár

240

10 mánuðir

25,0

11 ár

240

11 mánuðir

27,5

12 ár

240

12 mánuðir

30,0

13 ár

240

14 ár

240

15 ár

240

16 ár

240

4. gr.

Umsókn um afplánun undir rafrænu eftirliti.

Skrifleg umsókn um afplánun undir rafrænu eftirliti skal að jafnaði berast Fangelsis­mála­stofnun um leið og umsókn um dvöl á áfangaheimili Verndar eða öðru sambæri­legu úrræði skv. 24. gr. laga um fullnustu refsinga.

Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um dvalarstað fanga og fyrirhugaða vinnu, nám, starfsþjálfun, meðferð eða önnur verkefni sem verða liður í aðlögun hans að samfélaginu á ný. Þá skal einnig koma fram nafn maka fanga, forráðamanns, nánasta aðstandanda eða húsráðanda sem samþykkir að hann sé í afplánun undir rafrænu eftirliti á sameigin­legum dvalarstað þeirra.

5. gr.

Vinna, nám, starfsþjálfun, meðferð og önnur verkefni.

Staðfesting vinnuveitanda, skólayfirvalda, meðferðaraðila eða annarra aðila skal liggja fyrir áður en ákvörðun um rafrænt eftirlit er tekin. Þá skal þeim gert ljóst að viðkomandi sé fangi og samþykki þeirra fengið fyrir því að eftirlit verði haft með því að hann stundi vinnu, nám, starfsþjálfun, meðferð eða önnur verkefni á vegum þeirra.

Fanga er óheimilt að yfirgefa þann stað sem samþykktur hefur verið nema með sérstöku leyfi Fangelsismálastofnunar eða annars aðila sem hún hefur samþykkt. Geri hann það getur það leitt til þess að litið verði á slíkt sem strok úr refsivist.

Fanga er óheimilt að skipta um vinnu, nám, starfsþjálfun, meðferð eða önnur verkefni nema mjög sérstakar ástæður séu fyrir hendi og þá með samþykki Fangelsismála­stofnunar eða annars aðila sem hún hefur samþykkt.

6. gr.

Dvalarstaður, samþykki o.fl.

Áður en ákvörðun um afplánun undir rafrænu eftirliti er tekin skal Fangelsismálastofnun eða annar aðili sem hún ákveður gera athugun á tilvonandi dvalarstað fanga, svo sem hvort unnt sé að nýta búnað vegna rafræns eftirlits með fullnægjandi hætti. Þá skal einnig meta hvort dvalarstaður sé til þess fallinn að ná þeim markmiðum sem úrræðinu er ætlað.

Slík athugun skal að jafnaði gerð þremur vikum áður en rafrænt eftirlit hefst og þá skal einnig liggja fyrir skriflegt samþykki maka fanga, forráðamanns, nánasta aðstandanda eða húsráðanda um að fangi sé í afplánun undir rafrænu eftirliti á sameiginlegum dvalarstað þeirra.

Áður en afplánun undir rafrænu eftirliti hefst skal kynna fanga ítarlega þær reglur sem gilda um rafrænt eftirlit.

Afhenda skal fanga skírteini þar sem skilyrði rafræns eftirlits koma fram og samþykkir hann þau með undirritun sinni.

7. gr.

Búnaður.

Fangi undir rafrænu eftirliti skal hafa á sér ökklaband svo unnt sé að fylgjast með ferðum hans. Jafnframt skal hann hafa á sér eigin farsíma.

Fanga er óheimilt að fjarlægja ökklaband af sér. Geri hann það gildir slíkt sem rof á skilyrðum um rafrænt eftirlit. Sama gildir hafi fangi ekki á sér farsíma.

8. gr.

Eftirlit með fanga undir rafrænu eftirliti.

Eftirlit með fanga undir rafrænu eftirliti er í höndum Fangelsismálastofnunar eða annars aðila sem hún ákveður. Auk eftirlits með rafrænum búnaði getur eftirlit með fanga falist í heimsókn á dvalarstað hans, vinnustað eða í skóla á hvaða tíma sólarhrings sem er.

Fanga ber að svara öllum hringingum frá fangelsisyfirvöldum eða öðrum eftirlitsaðilum án undandráttar. Geri hann það ekki getur slíkt talist rof á skilyrðum rafræns eftirlits.

Fanga er skylt að mæta í viðtal til Fangelsismálastofnunar eða annars aðila sem hún hefur samþykkt, sé þess óskað.

Heimilt er að krefjast þess að fangi undirgangist rannsókn á öndunarsýni og/eða blóð- og þvagrannsókn á hvaða tíma sólarhrings sem er. Fangi má eiga von á því að verða boðaður í fangelsi eða á lögreglustöð til að láta í té slík sýni. Synjun fanga á slíkri rannsókn gildir sem rof á skilyrðum rafræns eftirlits.

9. gr.

Veikindi eða önnur forföll.

Fangi skal ávallt tilkynna Fangelsismálastofnun eða öðrum aðila sem hún hefur samþykkt veikindi eða aðrar orsakir fyrir því að hann geti ekki sótt vinnu, nám, starfsþjálfun, meðferð eða önnur verkefni sem honum ber að sinna og skila læknisvottorði. Fanga ber að skila læknisvottorði innan viku frá því að veikindi voru fyrst tilkynnt. Heimilt er að krefjast fleiri eða ítarlegri læknisvottorða telji Fangelsismálastofnun þörf á því.

Fanga ber að tilkynna veikindi eða önnur forföll áður en vinna, nám, starfsþjálfun, meðferð eða önnur verkefni eiga að hefjast. Standi veikindi lengur en einn dag skal fangi tilkynna það daglega.

Fangelsismálastofnun eða annar aðili sem hún samþykkir getur metið hvort tilgreind forföll verða tekin til greina.

Ef fangi getur ekki sinnt vinnu, námi, starfsþjálfun, meðferð eða öðrum verkefnum sem honum ber að sinna á virkum degi vegna veikinda eða af öðrum ástæðum skal hann vera á dvalarstað sínum á þeim tíma. Í undantekningartilvikum getur Fangelsis­mála­stofnun eða annar aðili sem hún samþykkir heimilað fanga að yfirgefa dvalarstað sinn á þeim tíma til að sinna brýnum erindum.

10. gr.

Greiðsla skaðabóta.

Krefja má fanga um greiðslu á skaðabótum vegna hvers kyns tjóns á búnaðinum sem hann er ábyrgur fyrir.

11. gr.

Gildistaka.

Reglur þessar eru settar af Fangelsismálastofnun ríkisins með heimild í 2. mgr. 24. gr. laga um fullnustu refsinga nr. 49/2005 og öðlast þær þegar gildi.

Fangelsismálastofnun ríkisins, 20. febrúar 2012.

Páll E. Winkel.

B deild - Útgáfud.: 3. maí 2012