Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 540/2006

Nr. 540/2006 27. júní 2006
REGLUGERÐ
um lánshlutfall og fjárhæð ÍLS-veðbréfa.

1. gr.

Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um lánshlutfall og fjárhæðir ÍLS-veðbréfa, sem gefin eru út samkvæmt lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

Um framkvæmd og nánari skilyrði lánveitinga Íbúðalánasjóðs gildir reglugerð um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf.

2. gr.

Lánshlutfall.

Fjárhæð ÍLS-veðbréfs skv. VI. kafla reglugerðar um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf getur numið allt að 80% af matsverði íbúðar.

3. gr.

Hámarksfjárhæð.

Hámarkslán Íbúðalánasjóðs bæði til kaupa á notaðri íbúð og vegna nýbygginga er 17.000.000 kr. Uppfærð áhvílandi lán Íbúðalánasjóðs og framar áhvílandi veð annarra veðhafa koma til frádráttar fyrrgreindri fjárhæð.

4. gr.

Hámark lána vegna viðauka og til endurbóta.

Lán skv. VII. kafla reglugerðar um ÍLS-veðbréf og íbúðabréf, ásamt öllum uppfærðum lánum sem á undan hvíla, skal rúmast innan 80% af matsverði viðkomandi íbúðar.

Fjárhæð láns samkvæmt þessari grein og uppreiknaðra áhvílandi lána Íbúðalánasjóðs, má samanlagt ekki nema hærri fjárhæð en 17.000.000 kr. Aukalán til einstaklinga með sérþarfir skerða ekki þetta hámark.

Útgefið ÍLS-veðbréf samkvæmt þessari grein skal að lágmarki nema 570.000 kr.

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 2. mgr. 19. gr. og 29. gr. laga um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum, öðlast gildi 1. júlí 2006. Jafnframt fellur úr gildi reglugerð um lánshlutfall og hámarksfjárhæð ÍLS-veðbréfa, nr. 959/2004, með síðari breytingum. Um hámarkslán og lánshlutfall skal þó fara samkvæmt eldri reglugerð við afgreiðslu lánsumsókna sem berast Íbúðalánasjóði fyrir 1. júlí nk.

Félagsmálaráðuneytinu, 27. júní 2006.

Magnús Stefánsson.

Guðjón Bragason.

B deild - Útgáfud.: 30. júní 2006