Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 161/2015

Nr. 161/2015 9. febrúar 2015
REGLUGERÐ
um sameiginlegt gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu.

1. gr.

Markmið.

Markmið reglugerðar þessarar er að koma á sameiginlegu gjaldtökukerfi fyrir flug­leiðsögu­þjónustu.

2. gr.

Gildissvið.

Gildissvið reglugerðarinnar er nánar skilgreint í 1. gr. reglugerðar (ESB) nr. 391/2013 um sameiginlegt gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu, með síðari breytingum.

3. gr.

Lögbært yfirvald og framkvæmd.

Samgöngustofa telst lögbært yfirvald samkvæmt reglugerð þessari og sér um framkvæmd hennar.

4. gr.

Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi framkvæmdarreglugerð framkvæmda­stjórnar­innar (ESB) nr. 391/2013 frá 3. maí 2013 um sameiginlegt gjald­töku­kerfi fyrir flug­leiðsöguþjónustu, með þeim breytingum og viðbótum sem leiða af XIII. viðauka EES-samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237 frá 13. desember 2013. Reglu­gerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 4 frá 23. janúar 2014, bls. 521.

5. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 6. mgr. 57. gr. a, sbr. 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998, með síðari breytingum og öðlast þegar gildi. Um leið fellur reglugerð nr. 1156/2011, um sameiginlegt gjaldtökukerfi fyrir flugleiðsöguþjónustu, úr gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 9. febrúar 2015.

Ólöf Nordal.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 23. febrúar 2015