Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 331/2011

Nr. 331/2011 17. mars 2011
REGLUR
um netaveiði göngusilungs í sjó.
  1. Reglur þessar varða eingöngu lagnetaveiðar á silungi í sjó.
  2. Lagnet skal vera landfast, liggja þvert á fjöru og eigi vera lengra en 50 metrar frá stórstraumsfjöruborði, að stjóra sjávarmegin. Breidd (dýpt) nets skal ekki fara yfir 2,5 metra.
  3. Óheimilt er að mynda gildru með staurum, grjóti eða öðrum föstum búnaði, en heimilt er að festa net í beina línu á stengur og fergja blýlínu svo net veiði við botn, enda séu endar netsins vel merktir með baujum. Á sama hátt er óheimilt að nota blakkir, talíur eða annan vélrænan búnað við að leggja, draga inn og strekkja net.
  4. Lagnet skal eigi vera smáriðnara en svo að 3,0 sm séu milli hnúta (6,0 sm riðill) þá net eru vot. Netið skal hins vegar eigi vera stórriðnara en svo að 4,0 sm (leyfilegt frávik +/- 0,2 sm) séu milli hnúta (8,0 sm riðill) og notað sé einfalt girni, sem fari ekki yfir 0,4 mm að þykkt.
  5. Bil milli lagneta í sjó skal vera minnst 100 m eftir endilangri strönd, þar sem skemmst er milli þeirra. Þó má bil aldrei vera skemmra en fimmföld lengd lagnets. Í sundum milli strandar og eyja eða hólma skal bil milli neta eftir endilöngu sundi vera hið sama og að framan getur, hvoru megin sunds sem net liggur.
  6. Net, sem ætlað er til veiða á göngusilungi, skal merkt í landendann með bauju ásamt nafni ábúanda og lögbýlis, sem hefur umræddan veiðirétt. Ef maður veiðir fyrir landi annars aðila skal hann geta framvísað leyfi landeiganda til veiðanna og merkja netið með nafni og heimilisfangi sínu.
  7. Í samræmi við 2. mgr. 18. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði með síðari breytingum er óheimilt að stunda netaveiðar á silungi í netlögum sjávarjarða frá kl. 22.00 á föstudagskvöldi til kl. 10.00 á þriðjudagsmorgni.
  8. Um brot á ákvæðum reglna þessara fer samkvæmt 50. gr. laga um lax- og silungsveiði nr. 61/2006 með síðari breytingum, enda varði brotið ekki þyngri refsingu samkvæmt öðrum lögum.
  9. Reglur þessar, sem settar eru í samræmi við 7. mgr. 15. gr. laga nr. 61/2006 um lax- og silungsveiði, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi. Jafnframt eru úr gildi felldar reglur um sama efni nr. 261/1996.

Fiskistofu, 17. mars 2011.

Árni Ísaksson forstöðumaður.

Björn Jónsson lögfræðingur.

B deild - Útgáfud.: 1. apríl 2011