Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 414/2009

Nr. 414/2009 29. apríl 2009
REGLUGERÐ
um bann við hvalveiðum á tilteknum svæðum.

1. gr.

Frá gildistöku reglugerðar þessarar eru allar hvalveiðar og hvalskurður á sjó bannaðar á eftirgreindum svæðum:

A.
Á Faxaflóa
innan lína sem dregnar eru milli eftirgreindra punkta:

  1. 64°04,90' N - 22°41,40' V (Garðskagavita)
  2. 64°15,50' N - 22°29,50' V
  3. 64°19,50' N - 22°20,15' V
  4. 64°19,50' N - 22°05,00' V

B.
Á Eyjafirði og Skjálfandaflóa
innan línu sem dregin er milli eftirgreindra punkta:

  1. 66°11,6' N - 18°49,3' V (Siglunesviti)
  2. 66°17,8' N - 17°06,8' V (Lágey)
  3. 66°12,4' N - 17°08,7' V (Tjörnesviti)

2. gr.

Brot á ákvæðum reglugerðar þessarar varða viðurlögum samkvæmt 10. gr. laga nr. 26, 3. maí 1949, um hvalveiðar. Með mál út af brotum skal farið að hætti opinberra mála.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 26 3. maí 1949 um hvalveiðar, til að öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 29. apríl 2009.

F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.

Þórður Eyþórsson.

B deild - Útgáfud.: 30. apríl 2009