Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 324/2012

Nr. 324/2012 3. apríl 2012
AUGLÝSING
(III) um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta.

1. gr.

Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 1182 frá 21. desember 2011 um úthlutun byggða­kvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2011/2012 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélögum:

Stykkishólmsbær.

Ákvæði reglugerðar nr. 1182 frá 21. desember 2011 gilda um úthlutun byggðakvóta Stykkis­hólms með eftirfarandi viðauka/breytingum á 1. málsl. 1. mgr. 4. gr.:

a)

155 þorskígildistonnum skal úthlutað til þeirra fiskiskipa sem misstu afla­heimildir vegna skelveiðibanns á Breiðafirði. Einungis fiskiskipum þeirra aðila sem orðið hafa fyrir samdrætti af þessum orsökum, verði úthlutað afla­marki samkvæmt þessum lið. Það eru bátar sem hafa aflahlutdeild í hörpu­skel í Breiðafirði þann 1. september 2011 og stunduðu skelveiðar í Breiða­firði á tveimur síðustu skelvertíðum fyrir veiðibannið. Byggðakvótanum verði úthlutað í hlutfalli við aflahlutdeild í hörpuskel í Breiðafirði þann 1. sept­ember 2011. Nú á útgerðin aðra báta en hlutdeildin er skráð á og skal Fiski­stofa þá, að beiðni útgerðar, úthluta byggðakvótanum til þeirra, svo framar­lega sem eigandi skipanna hafi verið sami lögaðilinn þann 1. desember 2011.

b)

24 þorskígildistonnum skal úthlutað vegna samdráttar í veiðum á úthafsrækju í Stykkishólmi. Einungis bátum þeirra aðila sem fengu úthlutað aflamarki í úthafsrækju fiskveiðiárið 2004/2005, en urðu fyrir skerðingu vegna ákvæða í reglugerð nr. 273/2005, verði úthlutað miðað við aflahlutdeild eins og hún var í upphafi þess fiskveiðiárs. Í umsókn skal geta sérstaklega ef sótt er um sam­kvæmt þessum lið.

c)

150 þorskígildistonnum skal úthlutað í hlutfalli við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, auk ígulkera, í þorskígildum talið á tímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011, sem keyrður var beint til vinnslu í Stykkishólmi, og/eða lönduðum botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, auk ígulkera, í þorskígildum talið í Stykkishólmshöfn á sama tíma. Aðeins þeir bátar sem lönduðu eða fluttu til vinnslu í Stykkishólmi samtals 20 þorskígildistonn eða meira, samkvæmt ofansögðu, á fiskveiðiárinu 2010/2011 fá úthlutað samkvæmt þessum lið.

d)

Bátar geta fallið undir alla ofangreinda liði að uppfylltum skilyrðum.

Súðavíkurhreppur.

Ákvæði reglugerðar nr. 1182 frá 21. desember 2012 gilda um úthlutun byggðakvóta fyrir Súðavík með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a)

a-liður 1. gr. breytist og verður þannig:

Hafa leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga nr. 116/2006 eða frí­stunda­veiðileyfi skv. 2. tl. 4. mgr. 6. gr. sömu laga, við lok umsóknarfrests.

b)

Í stað 4. gr. kemur ný grein sem verður eftirfarandi:

160 þorskígildistonnum skal úthlutað jafnt á þá báta sem eru með frístundaleyfi. 37 þorskígildistonnum skal úthlutað jafnt til annarra báta sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar.

Langanesbyggð.

Ákvæði reglugerðar nr. 1182 frá 21. desember 2012 gilda um úthlutun byggðakvóta fyrir byggðarlög Langanesbyggðar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

Þórshöfn.

a)

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður þannig:

Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipta því aflamarki sem fallið hefur til Þórshafnar, með eftirfarandi hætti: 50% skal skipt jafnt milli fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðarinnar. 50% skal skipt hlutfallslega milli sömu fiskiskipa, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á Þórshöfn, á tímabilinu 1. september 2010 til 31. ágúst 2011.

b)

Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður þannig:

Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2011 til 31. ágúst 2012 afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari og skal úthlutun til þeirra ekki fara fram nema að því leyti sem það skilyrði er uppfyllt skv. vigtunar- og ráðstöfunarskýrslum sem borist hafa Fiskistofu.

Bakkafjörður.

a)

Aftan við 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar bætist eftirfarandi: Þó er heimilt að landa grásleppu (hvelju/búk/hrognum) til vinnslu innan sveitarfélagsins á ofan­greindu tímabili.

2. gr.

Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 3. apríl 2012.

F. h. r.

Hinrik Greipsson.

Sigríður Norðmann.

B deild - Útgáfud.: 4. apríl 2012