Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 970/2009

Nr. 970/2009 16. nóvember 2009
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands.

1. gr.

Á eftir 1. málsl. 1. mgr. 19. gr. kemur nýr málsliður, svohljóðandi: Hafi deildarfundur nýtt heimild í 3. mgr. 17. gr. reglna þessara og ákveðið að sérfræðingar, fræðimenn og vísinda­menn, sem ráðnir eru til deildar eða stofnana sem heyra undir deild, sitji deildar­fundi með atkvæðisrétt, er deildarfundi heimilt með samþykki forseta fræðasviðs að tilnefna deildarforseta og varadeildarforseta úr hópi fræðimanna og vísindamanna í fullu starfi, enda hafi þeir umtalsverða reynslu af stjórnun og hafi á undanförnum þremur árum sinnt sem nemur 20% kennsluskyldu ár hvert.

2. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 4. mgr. 27. gr.:

 

a)

Í stað orðanna „vera vettvangur“ í 1. málsl. 1. tölul. kemur: tryggja innviði.

 

b)

Orðin „af starfsmönnum hennar“ í 3. málsl. 3. tölul. falla brott.

 

c)

1. málsl. 4. tölul. orðast svo: Prófessorar, dósentar, lektorar og aðjúnktar við­kom­andi fræðasviðs eða deildar geta haft starfsaðstöðu við einstakar stofnanir ef þeir æskja þess og aðstæður leyfa.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 44. gr.:

 

a)

Á eftir 1. málsl. 1. mgr. kemur nýr málsliður svohljóðandi: Forseta er þó heimilt í sam­ráði við stjórn fræðasviðs að ákveða að ein valnefnd starfi fyrir allt fræða­sviðið, sbr. 6. mgr.

 

b)

2. málsl. 1. mgr., sem verður 3. málsl., orðast svo: Hlutverk valnefndar er að fara yfir umsóknir um akademísk störf við fræðasvið eða deildina og stofnanir sem undir deildina eða viðkomandi fræðasvið heyra og veita forseta fræðasviðs eða eftir atvikum rektor umsögn um umsækjendur áður en tekin er ákvörðun um ráðningu.

 

c)

Lokamálsliður 2. mgr. orðast svo: Deild, stjórn fræðasviðs, námsbraut, stofnun og rektor velja varamenn fulltrúa sinna.

 

d)

Við bætist ný málsgrein, sem verður 6. mgr., svohljóðandi:

Nýti forseti fræðasviðs heimild til að skipa eina valnefnd fyrir fræðasviðið allt, sbr. 2. málsl. 1. mgr. skal hún skipuð með eftirfarandi hætti:
  1. Deildarforseti, valinn af forseta fræðasviðs, sem jafnframt er formaður valnefndar.
  2. Einn fulltrúi tilnefndur af stjórn fræðasviðs, skipaður til þriggja ára.
  3. Tveir fulltrúar sem stjórn fræðasviðs tilnefnir hverju sinni og skulu þeir vera sérfræðingar á sviði starfsins.
  4. Einn fulltrúi tilnefndur af rektor, skipaður til þriggja ára.

4. gr.

Í niðurlagi 4. mgr. 90. gr. falla niður orðin „sbr. þó 91. gr.“

5. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 91. gr.:

 

a)

1. – 4. mgr. falla niður og 5. mgr. verður 1. mgr.

 

b)

Við bætist ný málsgrein, sem verður 2. mgr., svohljóðandi: Próf skulu vera skrifleg nema deild ákveði annað.

6. gr.

Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 16. nóvember 2009.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 4. desember 2009