Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 747/2014

Nr. 747/2014 14. ágúst 2014
REGLUGERÐ
um (1.) breytingu á reglugerð nr. 360/2014 um strandveiðar fiskveiðiárið 2013/2014.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:

Þrátt fyrir 5. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar og auglýsingar Fiskistofu um stöðvun strand­veiða á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, nr. 741/2014, og svæði C, frá Þingeyjarsveit til Djúpavogshrepps, nr. 743/2014, eru strandveiðar sérstak­lega heimilar, sem hér segir: Á A-svæði mánudaginn 18. ágúst 2014 og á C-svæði dagana 18. og 19. ágúst 2014. Að þessum tíma liðnum eru strandveiðar bannaðar, á þessum svæðum, án frekari tilkynningar.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 6. gr. a laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Reglugerðin er sett í samráði við Fiskistofu í þeim tilgangi að fullnýta aflamagn sem tekið var frá fyrir strandveiðar fiskveiðiárið 2013/2014.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 14. ágúst 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Kristján Skarphéðinsson.

Arnór Snæbjörnsson.

B deild - Útgáfud.: 14. ágúst 2014