Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 555/2014

Nr. 555/2014 26. maí 2014
SAMÞYKKT
um afgreiðslur byggingarnefndar Fjallabyggðar.

1. gr.

Á grundvelli heimildar í 1. mgr. 7. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki hefur bæjarstjórn Fjallabyggðar ákveðið að í sveitarfélaginu starfi byggingarnefnd. Skipulags- og umhverfis­nefnd Fjallabyggðar fer með verkefni byggingarnefndar í samræmi við ákvæði samþykktar nr. 470/2014 um stjórn Fjallabyggðar.

2. gr.

Útgáfa byggingarleyfis af hálfu byggingarfulltrúa vegna allra mannvirkjagerða er háð því skilyrði að skipulags- og umhverfisnefnd fjalli um og samþykki byggingarleyfisumsókn.

3. gr.

Samþykkt þessi, sem bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur sett samkvæmt ákvæðum 7. gr. laga um mannvirki, nr. 160/2010, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 26. maí 2014.

F. h. r.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Hafsteinn Pálsson.

B deild - Útgáfud.: 12. júní 2014