Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 910/2013

Nr. 910/2013 2. október 2013
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð, nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum, með síðari breytingum.

1. gr.

5. tl. 2. mgr. 8. gr. orðast svo:

Heimilt er að veiða rjúpu árin 2013-2015 eftirtalda 12 daga á ári:

Árið 2013:

  föstudaginn 25. október, laugardaginn 26. október og sunnudaginn 27. október,
  föstudaginn 1. nóvember, laugardaginn 2. nóvember og sunnudaginn 3. nóvember,
  föstudaginn 8. nóvember, laugardaginn 9. nóvember og sunnudaginn 10. nóvember,
  föstudaginn 15. nóvember, laugardaginn 16. nóvember og sunnudaginn 17. nóvember.

Árið 2014:

  föstudaginn 24. október, laugardaginn 25. október og sunnudaginn 26. október,
  föstudaginn 31. október, laugardaginn 1. nóvember og sunnudaginn 2. nóvember,
  föstudaginn 7. nóvember, laugardaginn 8. nóvember og sunnudaginn 9. nóvember,
  föstudaginn 14. nóvember, laugardaginn 15. nóvember og sunnudaginn 16. nóvember.

Árið 2015:

  föstudaginn 23. október, laugardaginn 24. október og sunnudaginn 25. október,
  föstudaginn 30. október, laugardaginn 31. október og sunnudaginn 1. nóvember,
  föstudaginn 6. nóvember, laugardaginn 7. nóvember og sunnudaginn 8. nóvember,
  föstudaginn 13. nóvember, laugardaginn 14. nóvember og sunnudaginn 15. nóvember.

Rjúpnaveiðar eru þó alltaf óheimilar á friðuðu svæði, sbr. 9. gr.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 7. og 17. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 2. október 2013.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Jón Geir Pétursson.

B deild - Útgáfud.: 17. október 2013