Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 620/2012

Nr. 620/2012 13. júlí 2012
REGLUGERÐ
um takmarkanir á veiðum íslenskra skipa úr deilistofnum í lögsögu annarra ríkja.

1. gr.

Veiðar íslenskra skipa á grálúðu, kolmunna, loðnu, makríl, norsk-íslenskri síld og úthafskarfa í lögsögum annarra ríkja eru óheimilar án sérstaks leyfis Fiskistofu. Skilyrði fyrir leyfisveitingu Fiskistofu er að fyrir hendi séu samningar um nýtingu á viðkomandi stofni með tilheyrandi aðgangi að lögsögu þess ríkis sem um ræðir.

2. gr.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum III. kafla laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, með síðari breytingum til þess að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.

Ákvæði til bráðabirgða.

Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. er íslenskum skipum sem hafa þegar hafið veiðiferð fyrir gildistöku þessarar reglugerðar, heimilt að ljúka henni.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 13. júlí 2012.

Steingrímur J. Sigfússon.

Jóhann Guðmundsson.

B deild - Útgáfud.: 16. júlí 2012