Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1050/2005

Nr. 1050/2005 30. nóvember 2005
REGLUGERÐ
um eingreiðslur vegna atvinnuleysistrygginga.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um eingreiðslur vegna atvinnuleysistrygginga í desember 2005.

2. gr.

Sá sem var á atvinnuleysisskrá á tímabilinu 9.-23. nóvember 2005 og hefur verið á skrá í samtals 45 vikur á árinu 2005 á rétt á eingreiðslu að fjárhæð 26.000 kr. enda hafi umsækjandi átt rétt á hámarksbótum skv. 8. gr. laga um atvinnuleysistryggingar þann tíma.

Biðtími eftir atvinnuleysisbótum skal teljast með við útreikninga skv. 1. mgr. enda hafi umsækjandi verið á atvinnuleysisskrá þann tíma.

3. gr.

Sá sem fullnægir skilyrðum 1. mgr. 2. gr. en hefur átt rétt á hlutfallslegum atvinnuleysisbótum á þeim tíma sem þar greinir á rétt á hlutfallslegri eingreiðslu skv. 2. gr. í samræmi við það bótahlutfall sem umsækjandi hafði á tímabilinu 9.-23. nóvember 2005.

Biðtími eftir atvinnuleysisbótum skal teljast með við útreikninga skv. 1. mgr. enda hafi umsækjandi verið á atvinnuleysisskrá þann tíma.

4. gr.

Sá sem var á atvinnuleysisskrá á tímabilinu 9.-23. nóvember 2005 en hefur verið á skrá í skemmri tíma en 45 vikur á árinu 2005 á rétt á hlutfallslegri eingreiðslu skv. 2. gr. í samræmi við fjölda daga sem hann hefur verið á atvinnuleysisskrá enda hafi umsækjandi átt rétt á hámarksbótum skv. 8. gr. laga um atvinnuleysistryggingar þann tíma, sbr. þó 5. gr.

Sá sem fullnægir skilyrðum 1. mgr. en hefur átt rétt á hlutfallslegum atvinnuleysisbótum á þeim tíma sem hann hefur verið á skrá á rétt á hlutfallslegri eingreiðslu skv. 2. gr. í samræmi við bótahlutfall sem hann hafði á tímabilinu 9.-23. nóvember 2005 og fjölda daga sem hann hefur verið á atvinnuleysisskrá, sbr. þó 5. gr.

Biðtími eftir atvinnuleysisbótum skal teljast með við útreikninga skv. 1.-2. mgr. enda hafi umsækjandi verið á atvinnuleysisskrá þann tíma.

5. gr.

Eingreiðslan skv. 4. gr. skal þó aldrei nema lægri fjárhæð en 4.500 kr. miðað við hámarksbætur skv. 8. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Lágmarkseingreiðsla er ¼ hluti sömu fjárhæðar.

6. gr.

Atvinnuleysistryggingasjóður leggur úthlutunarnefndum atvinnuleysisbóta til skrá yfir þá sem eiga rétt á eingreiðslu skv. reglugerð þessari.

7. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 1. mgr. 7. gr. og 30. gr. laga nr. 12/1997, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Eingreiðslur skv. reglugerð þessari skulu greiddar út eigi síðar en 15. desember 2005.

Félagsmálaráðuneytinu, 30. nóvember 2005.

Árni Magnússon.

Hanna Sigr. Gunnsteinsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 1. desember 2005