Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 563/2014

Nr. 563/2014 11. júní 2014
AUGLÝSING
um samþykkt breytinga á deiliskipulagi í Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti 7. maí 2014 eftirtaldar breytingar á deiliskipulagi Helgafellshverfis að undangenginni meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Á deiliskipulagi 1. áfanga, miðhverfis. Breytingarnar taka til lóða nr. 13-23 við Gerplu­stræti og felast m.a. í stækkun lóða, færslu byggingarreita fjær götu og breyttu fyrir­komu­lagi bílastæða, bílakjallara og innkeyrslna í þá.

Við Efstaland í 2. áfanga. Fimm lóðir fyrir tveggja hæða einbýlishús ofan/norðan Efsta­lands (nr. 2-10) breytast í níu lóðir fyrir raðhús, tveggja hæða með einnar hæðar bíl­skúrum á milli. Bílastæði langsum við götu færast suður yfir götuna.

Við Uglugötu í 3. áfanga. Sjö lóðir fyrir einnar hæðar einbýlishús norðan/austan Uglugötu (nr. 15-27) breytast í lóðir fyrir 10 einnar hæðar parhús (5 „pör“).

Við Sölkugötu í 3. áfanga. Fimm lóðir fyrir einnar og tveggja hæða einbýlishús norðan/ austan Sölkugötu (nr. 16-22) breytast í sjö lóðir fyrir raðhús, tveggja hæða með einnar hæðar bílskúrum á milli. Sölkugata verður tengd norður í safngötu í stað þess að enda sem botnlangi, og almennum bílastæðum við Sölkugötu og safngötuna fjölgar.

Ofangreindar breytingar á deiliskipulagi hafa hlotið þá meðferð sem skipulagslög kveða á um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 11. júní 2014,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 13. júní 2014