Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 585/2008

Nr. 585/2008 6. júní 2008
REGLUR
um heimild til Íbúðalánasjóðs til að aðstoða þolendur náttúruhamfara.

1. gr.

Heimild Íbúðalánasjóðs.

Íbúðalánasjóði er heimilt að bjóða þeim sem verða fyrir tjóni vegna náttúruhamfara greiðsluvandaúrræði, frestun á greiðslum og/eða skuldbreytingu á lánum sjóðsins, sbr. 9. og 10. gr. reglugerðar um úrræði til að bregðast við greiðsluvanda vegna lána Íbúðalánasjóðs.

2. gr.

Skilyrði.

Skilyrði fyrir heimildinni er að tjón á íbúð viðkomandi af náttúruhamförum hafi verið tilkynnt til vátryggjanda eða Viðlagatryggingar Íslands.

3. gr.

Meðferð umsókna.

Umsóknir skulu sendar Íbúðalánasjóði, sem tekur ákvörðun um fyrirgreiðslu og afgreiðir umsóknir.

4. gr.

Fylgigögn með umsókn.

Staðfesting frá vátryggingafélagi eða viðlagatryggingu um að tjón umsækjanda á íbúð hans hafi verið tilkynnt skal fylgja með umsókn.

5. gr.

Heimild til að fá tryggingarfé til ráðstöfunar.

Íbúðalánasjóður veitir þeim íbúðareigendum, sem fara út í viðgerðir, eða endurbyggingu hinna skemmdu fasteigna, heimild til að fá tryggingarfé til ráðstöfunar, gegn bankaábyrgð fyrir fjárhæð áhvílandi lána sjóðsins, á meðan viðgerð/endurbygging stendur yfir.

6. gr.

Veðflutningur.

Íbúðalánasjóður heimilar eigendum íbúða, sem skemmst hafa, að flytja lán sjóðsins yfir á aðra íbúð tjónþola, skv. reglum sjóðsins um lánveitingar.

7. gr.

Gildistaka o.fl.

Reglur þessar eru settar með stoð í 7. mgr. 48. gr. laga um húsnæðismál, að fenginni tillögu stjórnar Íbúðalánasjóðs.
Um aðstoð vegna náttúruhamfara að öðru leyti en kveðið er á um reglum þessum gilda ákvæði reglugerðar um úrræði til að bregðast við greiðsluvanda vegna lána Íbúðalánasjóðs, eftir því sem við getur átt.

Félags- og tryggingamálaráðuneytinu, 6. júní 2008.

Jóhanna Sigurðardóttir.

Lára Björnsdóttir.

B deild - Útgáfud.: 24. júní 2008