Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1197/2012

Nr. 1197/2012 11. desember 2012
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 484/2010 um þverfaglegt meistaranám við Háskóla Íslands í skattarétti og reikningsskilum.

1. gr.

4. mgr. 3. gr. breytist og orðast svo:

Meistaranám í skattarétti og reikningsskilum skal vistast hjá umsjónardeild hverju sinni. Umsjónardeild hefur umsjón með skráningu nemanda fram að meistararitgerð. Nemandi verður þá skráður í og brautskráist frá þeirri deild sem aðalleiðbeinandi meistararitgerðar tilheyrir og gefur sú deild út prófskírteini og kemur þar fram að námið sé í samvinnu beggja deilda.

2. gr.

Reglur þessar, sem háskólaráð Háskóla Íslands hefur samþykkt, að fenginni tillögu félagsvísindasviðs, eru settar samkvæmt heimild í 18. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla, sbr. 69. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 11. desember 2012.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 28. desember 2012