Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 119/2013

Nr. 119/2013 21. nóvember 2013
LÖG
um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:

1. gr.
Þegar Norðurlandasamningur um almannatryggingar, sem gerður var í Bergen 12. júní 2012 og prentaður er sem fylgiskjal með lögum þessum, hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar skulu ákvæði hans hafa lagagildi hér á landi.

2. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Þegar samningurinn, sbr. 1. gr., hefur öðlast gildi að því er Ísland varðar falla jafnframt úr gildi lög um lögfestingu Norðurlandasamnings um almannatryggingar, nr. 66/2004.

Gjört á Bessastöðum, 21. nóvember 2013.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Eygló Harðardóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

A deild - Útgáfud.: 25. nóvember 2013