1. gr. Á eftir 1. mgr. 7. gr. bætist við ný málsgrein, svohljóðandi: Háskólaráð skipar hugverkanefnd Háskóla Íslands og Landspítala samkvæmt tilnefningum háskólarektors sem tilnefnir tvo og forstjóra Landspítala sem tilnefnir einn. Háskólaráð og forstjóri Landspítala setja nefndinni erindisbréf og staðfesta starfsreglur nefndarinnar. 2. gr. 1. mgr. 123. gr. orðast svo: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild veitir kennslu sem hér segir: Til BS-prófs í efnaverkfræði, hugbúnaðarverkfræði, iðnaðarverkfræði, tölvunarfræði, vélaverkfræði og véla- og iðnaðarverkfræði. Til meistaraprófs, MS-prófs, í eftirtöldum greinum verkfræði: Fjármálaverkfræði, hugbúnaðarverkfræði, iðnaðarverkfræði, lífverkfræði, reikniverkfræði, tölvunarfræði og vélaverkfræði. Enn fremur til MS-prófs í lífupplýsingafræði í samstarfi við líf- og umhverfisvísindadeild. Til doktorsprófs, Ph.D.-prófs, í hugbúnaðarverkfræði, iðnaðarverkfræði, lífverkfræði, reikniverkfræði, tölvunarfræði og vélaverkfræði, auk lífupplýsingafræði í samstarfi við líf- og umhverfisvísindadeild. Enn fremur veitir deildin kennslu til meistaraprófs í umhverfis- og auðlindafræði og öðrum þverfræðilegum greinum í samvinnu við aðrar háskóladeildir, þar sem nauðsynleg aðstaða er fyrir hendi.
3. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 128. gr.: Aftast í upptalningu í b-lið 1. mgr., um kennslugreinar til MS-prófs, bætist: auk lífupplýsingafræði í samstarfi við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild. Aftast í upptalningu í d-lið 1. mgr., um kennslugreinar til doktorsprófs, bætist: auk lífupplýsingafræði í samstarfi við iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild.
4. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 132. gr.: Aftast í upptalningu í b-lið 1. mgr., um kennslugreinar til MS-prófs, bætist: tölfræði. Aftast í upptalningu í d-lið 1. mgr., um kennslugreinar til doktorsprófs, bætist: tölfræði.
5. gr. Reglur þessar, sem samþykktar hafa verið í háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar á grundvelli laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og öðlast þegar gildi. Háskóla Íslands, 13. febrúar 2013. Kristín Ingólfsdóttir. Þórður Kristinsson. |