Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1013/2005

Nr. 1013/2005 9. nóvember 2005
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 530/2003, um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja.

1. gr.

Í 2. gr. reglnanna undir liðnum Fjölþjóða þróunarbankar (e. multilateral development banks) bætist eftirfarandi við í upptalninguna:

Fjölþjóðlega fjárfestingarábyrgðarstofnunin.

2. gr.

2. málsliður 7. tölul. 2. mgr. 19. gr. reglnanna verði eftirfarandi:

Slíkar stöður má undanskilja við mat á gjaldeyrisstöðu enda séu þær ótengdar veltubókarviðskiptum eða kerfisbundnar í eðli sínu.

3. gr.

1. málsliður 3. mgr. 39. gr. reglnanna verði svohljóðandi:

Við mat á áhættuskuldbindingum einstaks viðskiptavinar eða fjárhagslega tengdra aðila skal miða við heildarskuldbindingu í hlutfalli af eigin fé samkvæmt eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, að undanskildum eiginfjárþætti C.

4. gr.

3. og 4. mgr. 41. gr. reglnanna verði svohljóðandi:

Hafi umframáhætta vegna einstakra viðskiptamanna eða fjárhagslega tengdra aðila varað 10 daga eða skemur má hún ekki fara yfir 500% af eigin fé fjármálafyrirtækisins eins og það er reiknað samkvæmt eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Hafi umframáhætta vegna einstaks viðskiptamanns eða fjárhagslega tengdra aðila varað lengur en 10 daga má hún ekki fara yfir 600% af eigin fé fjármálafyrirtækisins eins og það er reiknað samkvæmt eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002.

5. gr.

Í viðauka I með reglunum um flokkun ríkja í svæði A og B, sbr. 12. gr. reglnanna, bætast eftirtalin ríki við upptalningu á ríkjum sem falla undir svæði A:

Eistland, Kýpur (gríski hlutinn), Lettland, Litháen, Malta og Slovenía.

6. gr.

Reglur þessar eru settar með heimild í 3. mgr. 84. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Með breytingu samkvæmt 1. gr. þessara reglna er innleitt í íslenskan rétt ákvæði tilskipunar nr. 2004/69/EB.

Fjármálaeftirlitinu, 9. nóvember 2005.

Jónas Fr. Jónsson.

Ragnar Hafliðason.

B deild - Útgáfud.: 22. nóvember 2005