Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 163/2010

Nr. 163/2010 25. febrúar 2010
AUGLÝSING
(I) um staðfestingu reglna sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta.

1. gr.

Með vísan til 2. og 3. gr. reglugerðar nr. 82 frá 29. janúar 2010 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2009/2010 staðfestir ráðuneytið sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í eftirfarandi sveitarfélögum:

Grundarfjarðarbær.

Ákvæði reglugerðar nr. 82 frá 29. janúar 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Grundarfjarðarbæjar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

1. Helmingi byggðakvótans, 25 þorskígildislestum, verði úthlutað samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 82/2010.

2. Helmingur byggðakvótans, 25 þorskígildislestir, fari til að bæta þeim sem höfðu aflahlutdeild í skelfiski upp samdrátt vegna banns við skelfiskveiðum á Breiðafirði.

Reglur um úthlutum samkvæmt lið 2 hér að framan:

a) Rétt til að sækja um úthlutun byggðakvóta hafa útgerðir sem gera út fiskiskip frá Grundarfirði eða starfrækja þar vinnslu afla og höfðu aflaheimildir í hörpuskel á fiskveiðiárinu 2004/2005.

b) Aflinn skal veiddur af skipum gerðum út frá Grundarfirði.

c) Umræddur byggðakvóti skal unninn í Grundarfirði, samningur við fiskvinnslu skal fylgja umsókn.

d) Byggðakvóta samkvæmt umsóknum er uppfylla ofangreind skilyrði skal úthlutað á milli umsækjenda hlutfallslega miðað við aflahlutdeild í hörpuskel.

Ákvæði 4. gr. reglugerðar um 15 þorskígildislesta hámarksúthlutun er fellt niður í báðum töluliðum þessara sérreglna.

Norðurþing.

Ákvæði reglugerðar nr. 82 frá 29. janúar 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Húsavíkur, Kópaskers og Raufarhafnar með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a) 4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: 15 þorskígildislesta hámark er fellt niður.

b) 6. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað o.s.frv.

Akureyrarbær.

Byggðakvóta Akureyrarbæjar vegna Hríseyjar skal úthlutað með eftirfarandi hætti til skipa skráðra í Hrísey samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 82 frá 29. janúar 2010 að öðru leyti en því að:

90% byggðakvótans skal úthlutað jafnt á þá báta sem gerðir hafa verið út a.m.k. 9 mánuði á síðustu 12 mánuðum.

10% byggðakvótans skal úthlutað samkvæmt reglugerð nr. 82 frá 29. janúar 2010 á aðra báta sem gerðir eru út hluta úr ári.

Heimilt er að flytja byggðakvóta milli fiskiskipa í eigu sömu útgerðar.

Byggðakvóta Akureyrarbæjar vegna Grímseyjar skal úthlutað með eftirfarandi hætti til skipa skráðra í Grímsey samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 82 frá 29. janúar 2010 að öðru leyti en því að:

Vinnsluskyldu samkvæmt 6. gr. reglugerðarinnar er aflétt.

Tálknafjarðarhreppur.

Ákvæði reglugerðar nr. 82 frá 29. janúar 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Tálknafjarðarhrepps með eftirfarandi viðauka/breytingum:

Ákvæði 4. gr. um 15 þorskígildislesta hámarksúthlutun fellur niður.

Húnaþing vestra.

Ákvæði reglugerðar nr. 82 frá 29. janúar 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Húnaþings vestra með eftirfarandi viðauka/breytingum:

Byggðakvóta Húnaþings vestra verður skipt milli þeirra fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð nr. 675/2009 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 82/2010 að öðru leyti. Skipting er eftirfarandi: 35% er skipt jafnt milli ofangreindra skipa og 65% milli ofangreindra skipa þannig að til viðmiðunar verði löndunarhæsta ár útgerðar í Hvammstangahöfn í þorskígildum talið. Viðmiðunarárin eru 3 síðustu fiskveiðiár, nú 2006/2007, 2007/2008 og 2008/2009.

Ákvæði 4. gr. reglugerðar um 15 þorskígildislesta hámarksúthlutun er fellt niður.

6. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Fiskiskipum er skylt að landa innan byggðar­lagsins afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað ..... o.s.frv.

Kaldrananeshreppur.

Ákvæði reglugerðar nr. 82 frá 29. janúar 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Kaldrananeshrepps með eftirfarandi viðauka/breytingum:

Ákvæði 1. mgr. 4. gr. breytist þannig: ..... á tímabilinu 1. september 2009 til 31. mars 2010.

Sveitarfélagið Árborg.

Ákvæði reglugerðar nr. 82 frá 29. janúar 2010 gilda um úthlutun byggðakvóta Eyrarbakka með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a) 4. gr. reglugerðarinnar breytist þannig: Úthlutun aflamarks samkvæmt reglugerð þessari skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglum um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal úthlutað hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við landaðan afla í þorskígildum talið á tímabilinu 1. febrúar 2009 til 31. janúar 2010.

b) Í stað tveggja fyrstu málsgreina 6. gr. reglugerðarinnar kemur: Fiskiskipum er skylt að landa afla sem nemur, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð nr. 82/2010.

2. gr.

Auglýsing þessi, sem birt er samkvæmt heimild í 5. mgr. 10. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 25. febrúar 2010.

F. h. r.

Hinrik Greipssson.

Kristján Freyr Helgason.

B deild - Útgáfud.: 25. febrúar 2010