Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 967/2013

Nr. 967/2013 29. október 2013
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um lofthæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og vottun hönnunar og framleiðslufyrirtækja nr. 380/2013.

1. gr.

Við 3. gr. bætist nýr tl. svohljóðandi:

  1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 7/2013 frá 8. janúar 2013 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 748/2012 um framkvæmdarreglur varðandi loft­hæfi- og umhverfisvottun loftfara og tilheyrandi framleiðsluvara, hluta og búnaðar og varðandi vottun hönnunar- og framleiðslufyrirtækja, sbr. ákvörðun sam­eigin­legu EES-nefndarinnar um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn nr. 128/2013 frá 14. júní 2013. Reglugerðin er jafnframt birt í EES-viðbæti við Stjórnar­tíðindi Evrópusambandsins nr. 37, 27. júní 2013, bls. 180.

2. gr.

Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 7. mgr. 28. gr., sbr. og 145. gr. laga um loftferðir nr. 60/1998 með síðari breytingum og öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 29. október 2013.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

B deild - Útgáfud.: 30. október 2013