Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 230/2013

Nr. 230/2013 27. febrúar 2013
AUGLÝSING
um samþykkt þriggja deiliskipulagstillagna, Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur þann 6. febrúar 2013 í samræmi við 41. og 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkt eftirtaldar þrjár tillögur að deiliskipulagi/breytingum á deiliskipulagi. Um er að ræða áður samþykktar tillögur, sem auglýstar höfðu verið til gildis­töku, en voru skv. úrskurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 30/2012 engu að síður ógildar, þar sem meira en þrír mánuðir liðu frá samþykkt þar til auglýsing um gildistöku birtist. Málsmeðferð tillagnanna var því endurtekin:

Brúnás, 2. áfangi Helgafellshverfis, deiliskipulagsbreyting.
Meginbreytingin er sú, að legu Brúnáss er breytt og hann látinn tengjast Ásavegi með T-gatna­mótum. Einnig breytist aðkoma að lóðinni Sunnufelli, og verður austan frá, um botn­langa út úr Brúnási.
Málsmeðferð var skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Fyrri auglýsing nr. 846 um gildistöku birtist 18. október 2012.

Braut, Mosfellsdal, deiliskipulagsbreyting.
Breyting á deiliskipulagi Laugarbólslands frá 1999, sem áður hafði síðast verið breytt 26. apríl 2006. Skipulagsbreytingin felst í því að markaður er byggingarreitur á lóð Brautar og heimilað að innan hans rísi nýtt einbýlishús með innbyggðum eða stakstæðum bílskúr í stað núverandi húss.
Málsmeðferð var skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Fyrri auglýsing nr. 174 um gildistöku birtist 25. febrúar 2011.

Frístundalóð við Silungatjörn, landnr. 125184.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir að á lóðinni, sem er um 0,67 ha að stærð, megi reisa nýtt frí­stunda­hús í stað eldra húss, þannig að frístundahús verði samtals allt að 110 m² að stærð auk 20 m² geymsluhúss.
Málsmeðferð var skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga. Fyrri auglýsing nr. 210 um gildistöku birtist 7. mars 2011.

Ofangreindar þrjár skipulagstillögur hafa hlotið þá meðferð sem lög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 27. febrúar 2013,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 13. mars 2013