Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1306/2011

Nr. 1306/2011 21. desember 2011
REGLUR
um breytingu á reglum nr. 1055/2006 um alþjóðlegt meistaranám í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglnanna:

a. 1. mgr. orðast svo:

Meistaranám jafngildir 90 einingum (ECTS). Meistaranemi skal ljúka 60 einingum (ECTS) með prófum og námskeiðum á haust- og vormisseri (30 einingum (ECTS) á hvoru misseri) og 30 einingum (ECTS) með lokaritgerð á sumarmisseri, sbr. þó 3. mgr. 5. gr.

b. 2. mgr. orðast svo:

Námið skal uppbyggt með þeim hætti sem greinir í kennsluskrá á hverjum tíma, nema annað sé ákveðið fyrir 1. desember ár hvert fyrir næstkomandi háskólaár.

c. 3. mgr. orðast svo:

Heimilt er samkvæmt umsókn frá meistaranema, sem berst lagadeild eigi síðar en 15. júní fyrir næstkomandi háskólaár, eftir atvikum 5. febrúar, að veita honum undanþágu frá því að þreyta próf í einstökum námskeiðum, enda sýni hann fram á með viðeigandi gögnum að hann hafi þegar stundað sambærilegt nám á meistarastigi við aðra háskóla.

2. gr.

1. mgr. 5. gr. orðast svo:

Meistaranemi skal fyrir 15. febrúar ár hvert velja einn af kennurum lagadeildar sem umsjónarkennara með lokaverkefni sínu á sumarmisseri, sbr. 1. mgr. 3. gr. Valið er háð samþykki kennarans og rannsóknarnámsnefndar, sbr. 6. gr.

3. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglnanna:

a. 1. mgr. orðast svo:

Málefni LL.M.-námsins heyra undir rannsóknarnámsnefnd.

b. Í stað orðsins „meistaranámsnefnd“ í 2., 3., 4. og 5. mgr. kemur (í viðeigandi beygingarfalli): rannsóknarnámsnefnd.

c. Í stað orðanna „9. mgr. 91. gr. reglna nr. 458/2000“ í 3. mgr. kemur: 13. mgr. 91. gr. reglna nr. 569/2009.

4. gr.

Í stað orðanna „nr. 458/2000“ í 7. gr. reglnanna kemur: nr. 569/2009 og reglum nr. 643/2011 um meistaranám við félagsvísindasvið Háskóla Íslands.

5. gr.

Reglur þessar, sem staðfestar hafa verið af háskólaráði Háskóla Íslands, eru settar í samræmi við 66.-69. gr. og 90. gr. reglna nr. 569/2009 fyrir Háskóla Íslands og með heimild í lögum nr. 85/2008 um opinbera háskóla. Reglurnar hafa verið samþykktar af lagadeild, stjórn félagsvísindasviðs og Miðstöð framhaldsnáms. Reglurnar öðlast þegar gildi.

Háskóla Íslands, 21. desember 2011.

Kristín Ingólfsdóttir.

Þórður Kristinsson.

B deild - Útgáfud.: 4. janúar 2012