Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1000/2014

Nr. 1000/2014 24. október 2014
AUGLÝSING
um staðfestingu á reglum Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu á þjóðvegum.

Með vísan til 44. gr. vegalaga nr. 80/2007 tilkynnist hér með að ráðuneytið hefur staðfest reglur Vegagerðarinnar frá 1. október 2014 um tíðni vetrarþjónustu á þjóðvegum, eins og þær birtast í fylgiskjali með auglýsingu þessari.

Vegagerðin sér um allan snjómokstur á þjóðvegum og greiðir allan kostnað við mokstur þeirra leiða sem sýndar eru á vetrarþjónustukorti Vegagerðarinnar (viðauki I) og í samræmi við þær reglur sem þar eru settar fram. Vegagerðin greiðir ekki kostnað við snjómokstur sem til hefur verið stofnað án hennar samþykkis.

Þegar vegur er opnaður er stefnt að því að hann nái að þjóna venjulegri morgunumferð á hverju svæði. Lengd þjónustutíma er háð umferð á hverjum stað og er skilgreindur í vinnureglum um vetrarþjónustu.

Um nánari útfærslu reglna um vetrarþjónustu vísast til vinnureglna Vegagerðarinnar eins og þær birtast á heimasíðu stofnunarinnar hverju sinni.

Innanríkisráðuneytinu, 24. október 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir
innanríkisráðherra.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fylgiskjal.
(sjá PDF-skjal)

B deild - Útgáfud.: 13. nóvember 2014