Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 186/2009

Nr. 186/2009 2. febrúar 2009
GJALDSKRÁ
fyrir leyfisveitingu Neytendastofu fyrir innra eftirlit eigenda með löggildingarskyldum mælitækum.

I. KAFLI

Gildissvið o.fl.

1. gr.

Gildissvið.

Gjaldskrá þessi tekur til gjalda aðila með heimild til notkunar gæðakerfis eða annarrar formlegrar tilhögunar innra eftirlits í stað löggildinga mælitækja, sem þeir greiða, sbr. 32. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn og reglugerða sem gilda um hlutaðeigandi mælitæki, sem heimildin tekur til.

2. gr.

Eftirlitsgjöld vegna notkunar innra eftirlits í stað löggildinga.

Gjöld vegna innra eftirlits eru með eftirfarandi hætti:

 1. Umsóknargjald: Gjald fyrir móttöku, skráningu og yfirferð umsóknar og fylgi­skjala, auk álitsgerðar um niðurstöður fyrstu yfirferðar á umsókn og fylgi­gögnum hennar, svo og undirbúningsheimsókn til umsækjanda þegar það á við.
 2. Leyfisgjald: Gjald fyrir formlegt samþykki Neytendastofu á gæðakerfum eða kerfum til forpakkningar á vörum en það felur í sér kostnað vegna mats á kerfum, gerðar verk- og tímaáætlunar, mats á gæðakerfi og tæknilegri starfsemi umsækjanda, skýrslugerðar og leyfisveitingar.
 3. Eftirlitsgjald: Gjald vegna vinnu við árlegt eftirlit með kerfum samkvæmt þessari grein en það felur í sér gerð verk- og tímaáætlunar, vinnu við reglubundið mat á gæðakerfi og tæknilegri starfsemi umsækjanda, skýrslugerð og endurútgáfu leyfis.

II. KAFLI

Flokkar mælitækja.

3. gr.

Vatns- og raforkumælar.

Eftirlitsgjöld fyrir vatns- og raforkumæla skulu vera svo sem hér segir:

 1. Umsóknargjald: Kr. 59.000. Við þennan gjaldalið bætist ferðakostnaður, þegar það á við, samkvæmt auglýsingu ferðakostnaðarnefndar um dagpeninga ríkis­starfs­manna á ferðalögum innanlands.
 2. Leyfisgjald: Kr. 5.500.
 3. Eftirlitsgjald:
  

a)

Kr. 59.000 fyrir færri en 5.000 mæla.

  

b)

Kr. 118.000 fyrir færri en 50.000 mæla.

  

c)

Kr. 177.000 fyrir 50.000 mæla og þar yfir.

Gjöld samkvæmt þessari grein miðast við neysluvísitölu í janúar 2009 og skulu breytast árlega til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.

4. gr.

Mælikerfi fyrir eldsneytisskammtara, tankbifreiðar og mjólk.

Eftirlitsgjöld fyrir mælikerfi fyrir eldsneytisskammtara, tankbifreiðar og mjólk skulu vera svo sem hér segir:

 1. Umsóknargjald: Kr. 59.000. Við þennan gjaldalið bætist ferðakostnaður, þegar það á við, samkvæmt auglýsingu ferðakostnaðarnefndar um dagpeninga ríkis­starfs­manna á ferðalögum innanlands.
 2. Leyfisgjald: Kr. 5.500.
 3. Eftirlitsgjald: Kr. 118.000.

Gjöld samkvæmt þessari grein miðast við neysluvísitölu í janúar 2009 og skulu breytast árlega til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.

5. gr.

Vogir.

Eftirlitsgjöld fyrir vogir skulu vera svo sem hér segir:

 1. Umsóknargjald: Kr. 59.000. Við þennan gjaldalið bætist ferðakostnaður, þegar það á við, samkvæmt auglýsingu ferðakostnaðarnefndar um dagpeninga ríkis­starfs­manna á ferðalögum innanlands.
 2. Leyfisgjald: Kr. 5.500.
 3. Eftirlitsgjald: Kr. 118.000.

Gjöld samkvæmt þessari grein miðast við neysluvísitölu í janúar 2009 og skulu breytast árlega til samræmis við breytingar á þeirri vísitölu.

III. KAFLI

Gildistaka o.fl.

6. gr.

Gildistaka.

Gjaldskrá þessi, sem sett er skv. 32. gr., sbr. einnig 2. og 6. mgr. 14. gr. laga nr. 91/2006, um mælingar, mæligrunna og vigtarmenn, öðlast þegar gildi.

Viðskiptaráðuneytinu, 2. febrúar 2009.

Gylfi Magnússon.

Jónína S. Lárusdóttir.

B deild - Útgáfud.: 17. febrúar 2009