Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 1207/2008

Nr. 1207/2008 29. desember 2008
AUGLÝSING
um fjárhæð persónuafsláttar árið 2009.

Samkvæmt A-lið 67. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, skal persónuafsláttur í upphafi hvers árs taka breytingu í réttu hlutfalli við mismun á vísitölu neysluverðs við upphaf og lok næstliðins tólf mánaða tímabils. Skal fjármálaráðherra með auglýsingu fyrir upphaf staðgreiðsluárs birta fjárhæð persónuafsláttar.

Mæling Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs fyrir desembermánuð 2008 reyndist vera 332,9 stig samanborið við 281,8 stig í desember 2007. Hækkun milli ára nemur samkvæmt því 18,1%. Það þýðir að á árinu 2009 verður persónuafsláttur hvers einstaklings, að teknu tilliti til 24.000 kr. lögbundinnar hækkunar skv. bráðabirgðaákvæði XXII í lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, 506.466 krónur, eða 42.205 krónur að meðaltali á mánuði.

Fjármálaráðuneytinu, 29. desember 2008.

F. h. r.
Baldur Guðlaugsson.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

B deild - Útgáfud.: 31. desember 2008