Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 924/2009

Nr. 924/2009 3. nóvember 2009
REGLUGERÐ
um breytingu á reglugerð um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði nr. 792/2003.

1. gr.

Í stað „Peningamarkaðssjóðir“ í fyrirsögn 7. gr. kemur: Peningamarkaðsskjöl.

2. gr.

2. tl. 7. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

  1. Fyrirtæki gefi þau út og viðskipti eiga sér stað með hluti þess á skipulegum verðbréfamarkaði sem um getur í a-, b- eða c-lið 1. tl. 30. gr. laga nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 67. gr. laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, öðlast þegar gildi.

Efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, 3. nóvember 2009.

Gylfi Magnússon.

Jónína S. Lárusdóttir.

B deild - Útgáfud.: 18. nóvember 2009