Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 116/2014

Nr. 116/2014 4. desember 2014
FORSETAÚRSKURÐUR
um breytingu á forsetaúrskurði nr. 72/2013, um skiptingu starfa ráðherra, sbr. forsetaúrskurð um breytingu á þeim úrskurði nr. 90/2014.

FORSETI ÍSLANDS
gjörir kunnugt:

Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga um Stjórnarráð Íslands, forsetaúrskurðar um skiptingu Stjórnarráðs Íslands í ráðuneyti og forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands er hér með gerð eftirfarandi breyting á forsetaúrskurði nr. 72/2013, um skiptingu starfa ráðherra, sbr. forsetaúrskurð um breytingu á þeim úrskurði nr. 90/2014.

1. gr.

4. gr. úrskurðarins orðast svo ásamt fyrirsögn:

Innanríkisráðuneyti.

Ólöf Nordal fer með stjórnarmálefni sem heyra undir innanríkisráðuneytið skv. 4. gr. forsetaúrskurðar um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og ber embættisheitið innanríkisráðherra.

2. gr.

Forsetaúrskurður þessi öðlast þegar gildi.

Gjört á Bessastöðum, 4. desember 2014.

Ólafur Ragnar Grímsson.
(L. S.)

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

A deild - Útgáfud.: 4. desember 2014