Velkomin á vef Stjórnartíðinda
Setja síðu í 1024px vídd Setja síðu í 1280px vídd Setja síðu í 1400px vídd Fyrir sjónskerta Venjulegt letur Stækka letur Stækka letur enn meira

Sé munur á uppsetningu texta hér að neðan og í PDF skjali gildir PDF skjalið.
 846/2012

Nr. 846/2012 3. október 2012
AUGLÝSING
um breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Helgafellshverfis, Mosfellsbæ.

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti þann 6. júní 2012 tillögu að breytingum á deili­skipulagi 2. áfanga Helgafellshverfis, sem hlotið hefur meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Meginbreytingin er sú, að legu Brúnáss er breytt og hann látinn tengjast Ásavegi með T-gatnamótum. Einnig breytist aðkoma að lóðinni Sunnufelli, og verður austan frá, um botnlanga út úr Brúnási.
Skipulagsbreytingarnar hafa hlotið þá meðferð sem lög nr. 123/2010 mæla fyrir um og öðlast þær þegar gildi.

F.h. Mosfellsbæjar, 3. september 2012,

Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi.

B deild - Útgáfud.: 18. október 2012